Bættur leikhraði
Bættur leikhraði
Til að bæta leikhraða höfum við ákveðið að taka upp kerfi sem heitir Tagmarshal. Golfklúbbur Reykjavíkur byrjaði með þetta kerfi í fyrra með góðum árangri. Markmiðið með kerfinu er að hjálpa okkur öllum að hafa yfirsýn yfir leikhraða, sjá flöskuhálsa á vellinum sem mögulega er hægt að lagfæra og ekki sýst hjálpa við eftirlit á vellinum.
Hvernig gerum við þetta?
Eina sem breytist er að einn kylfingur í hverjum ráshópi þarf að taka með sér tæki á stærð við tölvumús og hengja á pokann sinn. Við munum svo tilkynna betur hvar tækin verða staðsett og hvernig verður best að skila tækjunum þegar nær dregur.
Golfbílar fá skjái
Við þessa breytingu fá allir golfbílar á vegum Keilis skjái. Þá verður hægt að fá lengdir að holu upp á skjá ásamt því að hægt verður að hefta för golfbíla á viðkvæm svæði þar sem það á við. Ef golfbíll sem leigður er hjá Keili er í ráshóp þá þarf ekki að taka tæki með sér útá völl.
Við vonum svo sannarlega að þetta geri okkur kleyft að fylgjast betur með leikhraða og stíga fyrr inní enn áður þannig að allir fái betri golf upplifun á Hvaleyrarvelli.
Verkefnið verður kynnt enn betur þegar nær dregur.