Það styttist í opnun golfvalla
Það styttist í opnun golfvalla
Vorið hefur verið okkur frekar hliðhollt og lítur út fyrir að vellirnir okkar opni í fyrra fallinu miðað við síðustu ár. Það stendur til að að opna Hvaleyrarvöll 1. maí með hinu árlega Hreinsunarmóti og hefja hefðbundið golf á föstudeginum 2. maí.
Að sjálfsögðu er þetta með fyrirvara að ekki skelli á ísöld hérna næstu vikurnar, en svona teiknast þetta annars upp miðað við eðlilegar veðuraðstæður.
- Föstudagurinn 11. apríl – Opnað verður fyrir rástímaskráningar á Hvaleyrarvöll sem opnar 2. maí.*
- Sunnudagurinn 27. apríl – Hreinsunardagur/vinnudagur (nánari upplýsingar verða auglýstar síðar).
- Mánudagurinn 28. apríl – Sveinskotsvöllur opnar á sumarflatir og rástímaskráningar hefjast.
- Fimmtudagurinn 1. maí – Hreinsunarmót Keilis, einungis þeir sem tóku þátt í Hreinsunardeginum fá að taka þátt.
- Föstudagurinn 2. maí – Opið fyrir golfleik á Hvaleyrarvelli… Gleðilegt sumar!
*Rástímaskráningar opna föstudaginn 11. apríl klukkan 10:00. Þá verður hægt að bóka rástíma fram í byrjun september. Verði svo að við þurfum að seinka opnun um einhverja daga þá munu bókaðir rástímar ekki flytjast yfir á fyrsta opnunardag, heldur falla niður.
Hægt er að vera með fjórar virkar rástímabókanir hverju sinni. Nýjung verður í sumar að hægt verður að bóka rástíma samdægurs í gegnum Golfbox án þess að það hafi áhrif á þessar fjórar bókanir.
Svona er uppleggið eins og er, en eins og hefur komið fram að þá getur þetta tekið breytingum. Við munum halda áfram að birta fréttir og tilkynningar og halda öllum upplýstum um stöðu mála.