Meistaraflokkskylfingurinn okkar Tómas Hugi Ásgeirsson spilaði í sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum en mótið var spilað á Mules National vellinum í Warrensburg í Missouri fylki.

Tómas spilar fyrir Newman University og komst í keppnisliðið í sínu fyrsta móti sem er vel af sér vikið þar sem aðeins 5 af þeim 13 leikmönnum í liðinu spila í mótinu.

Tómasi og liðinu gekk illa í mótinu en þeir enduðu í 17 sæti af 20 liðum.

Hinsvegar tókst Tómasi að fara holu í höggi á lokaholu vallarins. Holuna má sjá á myndinni að ofan en flötin er umkringd vatni og þykir gullfalleg.

Við óskum Tómasi innilega til hamingju með draumahöggið á þessari fallegu holu og hlökkum til fylgjast með honum spila meira í vetur!