Fjórir keppendur og þar af tveir kylfingar frá Keili taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri.
Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir í stúlknaflokki. Markús Marelsson, GK, Skúli Gunnar Ágústsson, GK og Veigar Heiðarsson, GA keppa í piltaflokki.
Alls eru 288 keppendur á þessu móti, 144 í stúlknaflokki og 144 í piltaflokki.
Leikið er á tveimur völlum við borgina Leeds á Englandi.
Hér er hægt að fylgjast með stöðu í piltaflokki
Hér er hægt að fylgjast með stöðu í stúlknaflokki
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur – og komast 64 efstu í holukeppnina sem tekur við eftir höggleikskeppnina.