21/02/2024

Ólafur Þór heiðraður á aðalfundi SÍGÍ

Ólafur Þór heiðraður á aðalfundi SÍGÍ

Aðalfundur SÍGÍ var haldinn í golfskála Keilis fimmtudaginn 15. febrúar. Fyrir þau sem ekki vita stendur SÍGÍ fyrir samtök íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi.

Til mikils var að fagna á fundinum þar sem samtökin halda upp á 30 ára afmæli þetta árið.

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdarstjóri Keilis, var heiðraður í bak og fyrir á fundinum. Fékk hann gullmerki SÍGÍ og um leið gerður að heiðursmeðlimur samtakanna. Ólafur er einn af stofnendum SÍGÍ og hefur því verið með samtökunum öll 30 árin. Hann var einnig formaður SÍGÍ árin 2008-2011. Og einnig fyrsti íslendingurinn til að sinna  stjórnarmennsku í 4 ár og formennsku í samtökum golfvallarstarfsmanna Evrópu (FEGGA) í 4 ár.

Ólafur fékk einnig gullmerki GSÍ fyrir áralanga vinnu í þágu golfs á Íslandi, en Ólafur hefur verið um árabil í forsprakki fyrir því að lyfta gæðum íslenskra golfvalla upp á við. Hulda Bjarnadóttir, formaður GSÍ veitti Ólafi gullmerkið

Því næst var það Bjarni Þór Hannesson sem steig í pontu fyrir hönd mannvirkjanefndar KSÍ. Bjarni var með tölu um hversu mikið íslenskir knattspyrnuvellir hafi verið betri eftir því sem samtökunum óx fiskur um hrygg og að þessu tilefni sæmdi hann Ólaf Þór silfurmerki KSÍ.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ