10/12/2023

Guðrún Brá á úrtökumóti fyrir LET evrópumótaröðina

Guðrún Brá á úrtökumóti fyrir LET evrópumótaröðina

Atvinnu- og Keiliskylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er um þessar mundirnar stödd í Marrokkó þar sem hún keppir á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET evrópumótaröðina.

Keppt er á þremur völlum í Marokkó og leikur Guðrún á Rotana golfvellinum. Hún átti rástíma í dag klukkan 10:30 á staðartíma.

Guðrún spilaði flott golf í dag. Hún var með 5 fugla og 2 skolla og kláraði hringinn á 3 höggum undir pari. Hún situr jöfn í 7. sæti eftir fyrsta keppnisdag af þremur.

Ekki liggur alveg fyrir hversu margir kylfingar komast áfram af hverjum velli og fá þáttökurétt á lokaúrtökumótinu, en gera má ráð fyrir að það verði um 20 kylfingar.

Það verður spennandi að fylgjast með Guðrúnu næstu daga og óskum henni að sjálfsögðu alls hins besta.

Hægt er að skoða stöðuna í mótinu hér

ÁFRAM GUNNA!

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 04/03/2025
    Vilt þú vinna með okkur í sumar?
  • 04/03/2025
    Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 05/12/2024
    Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn