Kylfingar Keilis þeir Birgir Björn Magnússon, Markús Marelsson og Hjalti Jóhannsson eru að keppa fyrir karla og piltalandslið Íslands í Evrópumóti karla og pilta í Slóvakíu dagana 12.-15. júlí.
Fyrirkomulag er þannig að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og næstu þrjá daga er leikin holukeppni. Markmið er að komast upp um deild og leika í efstu deild Evrópumóta að ári.
Bæði karla og piltalið Íslands leika á sama vellinum sem heitir Green Resort Hrubá Borsa golfvöllurinn. Hann er par 72 og 6467 metra langur.
Hér er hægt að fylgjast með liðunum.