02/07/2023

Golfveislan er hafin Meistaramót Keilis

Golfveislan er hafin Meistaramót Keilis

Þá er fyrsti keppnisdagur runninn upp í mestu golfveislu ársins hér hjá okkur í golfklúbbnum Keili. Það var Svavar Þrastarson sem sló fyrsta höggið í mótinu í þetta skiptið enn hann keppir í 4. flokki karla og hóf fyrsti ráshópur leik stundvíslega klukkan 07:00 í morgun í blíðskaparveðri.

Veðurspáin þessa vikuna er mjög góð og er von á spennandi keppni í öllum flokkum.

Næstu vikuna munu 350 félagsmenn keppa til síðasta blóðdropa í sínum flokkum.

Í þetta sinn er keppt í 26 flokkum og er yngsti keppandinn 8 ára og sá elsti 91 árs. Við hvetjum alla áhugasama að heimsækja okkur í golfskálann í vikunni og fylgjast með spennandi keppni í öllum flokkum.

Öllum herlegheitunum verður svo fagnað myndarlega á n.k laugardag á lokahófi meistaramótsins þegar krýndir verða nýjir klúbbmeistarar í Meistaraflokkum karla og kvenna.

Gangi öllum vel og góða skemmtun.

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ