Um helgina lauk Íslandsmótum golfklúbba hjá liðum U14, U16 og U 21 ára. Mjög góður árangur náðist á mótunum. Keppt var á Flúðum, Hellu og á Selfossi.
Í flokki U14 ára sendi Keilir tvö strákalið og tvö stelpulið og var Keilir eini golfklúbburinn með fjögur lið í þessum aldursflokki.
Stelpuliðin enduðu í 5. og 6. sæti og strákaliðin enduðu í 2. sæti eftir mikla baráttu um Íslandsmeistaratitlinn og 11. sæti.
Liðin voru þannig skipuð á Flúðum:
Fjóla Huld Daðadóttir, Sara Birna Guðjónsdóttir, Elva María Jónsdóttir, Guðrún Lilja Thorarensen, Tinna Alexía Harðardóttir. Liðstjóri: Karen Sævarsdóttir
María Högnadóttir, Ester Ýr Ásgeirsdóttir, Hrefna Líf Steinsdóttir, Brynja Maren Birgisdóttir, Kristín María Valsdóttir. Liðstjóri: Helga Lind Þóreyjardóttir
Oliver Elí Björnsson, Máni Freyr Vigfússon, Halldór Jóhannsson, Bjarki Hrafn Guðmundsson og Hrafn Valgeirsson, Liðstjóri: Magnús Birgisson
Lúðvík Kemp, Hákon Kemp, Arnar Freyr Jóhannsson, Erik Valur Kjartansson, Flosi Freyr Ingvarsson, Jón Ómar Sveinsson
Liðstjóri: Svanberg Addi Stefánsson
Keilir sendi eitt lið U16 á Hellu og endaði strákaliðið í þriðja sæti.
Hjalti Jóhannsson, Birgir Páll Jónsson, Birkir Örn Einarsson, Víkingur Óli Eyjólfsson, Viktor Tumi Valdimarsson, Ragnar Kári Kristjánsson Liðstjóri: Gunnar Geir Gústafsson
Keilir sendi þrjú lið U21 ára á Selfoss. Besti árangur var þriðja sætið hjá Keili 1 liði stráka.
Keilir/Setberg Maríanna Ulriksen, Guðrún Birna Snæþórsdóttir, Lovísa Ösp Gunnarsdóttir, Sigurást Arnarsdóttir. Liðstjóri Arnar Björnsson
Keilir 1 Bjarki Snær Halldórsson, Svanberg Addi Stefánsson, Tómas Hugi Ásgeirsson, Brynjar Logi Bjarnþórsson, Birkir Thor Kristinsson og Stefán Atli Hjörleifsson.
Keilir 2 Sören Cole Heiðarson, Andri Snær Gunnarsson, Borgþór Ómar Jóhannsson, Oddgeir Jóhannsso og Hákon Hrafn Ásgeirsson.
Næstu verkefni hjá Keiliskylfingum á öllum aldri er að taka þátt í meistaramóti Keilis dagana 2.-9. júlí.