Styrktarsjóður Krístínar Páls og Guðmundar Friðriks
Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls 2024
Mótið fer fram 5. júlí n.k og er ræst út af öllum teigum samtímis klukkan 10:00
Mótsgjald er 7.500 kr.- fyrir 20 ára og eldri og 5.000 kr.- fyrir yngri en tvítugt.
Opið minningarmót Guðmundar Friðriks Sigurðssonar og Kristínar Pálsdóttur er haldið sérstaklega til að halda uppi minningu þessara eðalhjóna sem störfuðu og kepptu svo ötullega fyrir Keili í gegnum árin.
Hjónin stóðu ávallt þétt að baki barna og ungmennastarfi Keilis ásamt því að bæði áttu sæti í stjórnum Keilis og GSÍ um árabil.
Golfíþróttin átti hug þeirra allan og léku þau golf um allan heim. Það er því mjög viðeigandi að allur ágóði af mótinu renni til sérstaks styrktarsjóðs sem verður tileinkaður keppni barna og unglinga erlendis.
Styrktarsjóður Krístínar Páls og Guðmundar Friðriks
Allir kylfingar Keilis 18 ára og yngri sem taka þátt í íþróttastarfi Keilis geta sótt um ferðastyrki til sjóðsins vegna þátttöku á golfmótum erlendis.
Sjóðurinn styrkir eina stelpu og einn strák um 250.000 kr.- fyrir hvern aðila eða samtals að upphæð 500.000 kr.- ár hvert.
Stjórn styrktarsjóðs Kristínar Páls og Guðmundar Friðriks skipa:
Jónas Hagan Guðmundsson
Fulltrúi frá stjórn Keilis
Íþróttastjóri Keilis
Bankareikningur minningarsjóðsins er: 0370-13-016352
Kennitala: 051169-5309
Hvernig sækir þú um styrk?
Allt sem skiptir máli varðandi fyrirhugaða keppnisferð þarf að koma fram í umsókninni.
– Nafn og mynd af viðkomandi.
– Helstu upplýsingar um fyrirhugað verkefni erlendis, hvar, hvenær og með hverjum verður farið.
– Tilgangur og markmið verkefnis.
– Umsóknum skal skila tveimur vikum fyrir auglýst minningarmót á heimasíðu mótsins. (linkur)
Að loknu verkefni erlendis
– Óskað er eftir að styrkþegi skrifi stutta frásögn frá mótinu, skrifi frá heildarupplifun og hvernig gekk á mótinu.
– Mestu máli gildir er að myndir frá ferðinni fylgi frásögn.
– Mikilvægt er að styrkþegi sendi frásögn frá verkefninu innan tveggja vikna eftir að heim er komið.
– Frétt um styrkþega og verkefnið verður gert skil á Keilir.is og á helstu miðlum Keilis.
– Frásögn sendist til íþróttastjóra Keilis á netfangið kalli@keilir.is.