28/05/2023

Ný leið til að staðfesta rástímann þinn

Ný leið til að staðfesta rástímann þinn

Sú nýjung er nú komin í Golfbox að kylfingar þurfa að staðfesta sig með QR kóða þegar mætt er í bókaðan rástíma.

Opnaðu GolfBox appið í símanum.

  • Veldu „Stafrænt kort“ neðst á skjánum eða undir „Forsíðan mín“.
  • Í anddyri Keilis er skjár með QR kóða sem þú skannar
  • Á skjánum birtast þá skilaboð um að þú hafir staðfest mætingu í rástímann.

Ath. Ef þú átt eftir að greiða fyrir rástímann þá koma upp skilaboð um að þú verðir að greiða fyrst í afgreiðslu áður en þú staðfestir.

Hjá Keili verða skjáir með QR kóða staðsettir í anddyrinu, á skjánum sem sýna rástíma dagsins.

Það skiptir ekki máli hvort er verið að leika Sveinskotsvöll eða Hvaleyrarvöll sami QR kóði gildir fyrir báða velli.

Vinsamlegast tryggið að síminn sé uppfærður með nýjustu útgáfu af Golfbox og að síminn leyfi notkun á myndavél í appinu. Komi upp einhver vandamál við innskráningu hafið þá samband við starfsfólk í afgreiðslu sem mun hjálpa þér.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ