Kæru félagsmenn,
Þetta vor hefur verið okkur erfitt ásamt því að Hvaleyrarvöllur er ekki að koma eins vel undan vetri eins og síðustu ár. Frostakaflarnir í mars fóru mjög illa með stór svæði hjá okkur og hefur gengið hægt að ná gróanda í þau. Mikil batamerki hafa þó verið á golfvellinum síðustu daga og er hann hægt og rólega að færast í rétta átt.
Eftir daglegt mat á ástandinu er það fyrst núna sem við treystum okkur að taka ákvörðun er varðar opnun á vellinum.
Planið er þá svona:
Laugardagurinn 27. maí – Hreinsunardagur
Sunnudagurinn 28. maí – Hreinsunarmót
Mánudagurinn 29. maí – Opið fyrir rástíma – rástímaskráningar opnast samkvæmt reglum Keilis (þriðjudagskvöldið 23. maí klukkan 20:00)
Það er fyrirsjáanlegt að þessar fyrstu vikur verða mjög viðkvæmar fyrir völlinn og beinum við því til félagsmanna að vanda sérstaklega er varðar viðgerðir á boltaförum og kylfuförum. Ef við stöndum sameinuð að því að ganga vel um völlinn þá mun hann koma fyrr til baka.
Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum að koma vellinum í eins gott ástand og hægt er. Miklar breytingar verða á núverandi 11 holu sem tengjast sameiningu á 10. og 11. holunni næsta vor í par 5 holu. Búið er að fylla í glompurnar sem voru hægra megin við flötina og einnig fylla í glompurnar hægra megin á brautinni, c.a 100 metra frá flöt. Samhliða því hefur stór hluti brautarinnar verið endurtyrftur og sléttaður.
Til að sjá allar þessar breytingar þá mælum við með að félagsmenn hlaði niður GLFR appinu, en þar er búið að uppfæra allar teikningar á 11. holunni (sjá mynd). Við það að hlaða niður appinu þá þarf hver og einn að skrá sig inn í appið með Golfbox aðganginum sínum. Þannig að GLFR appið er samtengt golfbox gagnagrunninum og verður hægt að skila inn skorkortum og bóka rástíma í gegnum appið.