03/04/2023

Úrslit úr öðru móti Púttmótaraðarinnar

Úrslit úr öðru móti Púttmótaraðarinnar

Þá liggja úrslit fyrir úr öðru móti Púttmótaraðarinnar í samstarfi við Golfbúðina Hafnarfirði.
Alls tóku 7 kylfingar þátt að þessu sinni og var það hann Jónas Ágústsson sem sigraði mótið. Hann lék hringina tvo á 69 höggum og bar sigur úr býtum með einu höggi.
Jónas hlýtur einnig aukaverðlaun mótsins en þau voru fyrir að spila báða hringina undir pari sem Jónas einmitt gerði.
Ekki nóg með að sópa öllum verðlaununum til sín að þá tekur Jónas líka fyrsta sæti stigalistans eftir þau tvö mót sem hafa verið spiluð.

Eitt mót er því eftir og verður haldið á Páskadag, sunnudaginn 9. apríl.
Tvöföld stig verða í boði fyrir lokamótið og er því allt ennþá opið með hver sigrar mótaröðina.

Hvetjum alla til að mæta á Páskadag!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 04/03/2025
    Vilt þú vinna með okkur í sumar?
  • 04/03/2025
    Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 05/12/2024
    Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn