13/03/2023

66° Norður og Keilir gera áframhaldandi samstarfssamning

66° Norður og Keilir gera áframhaldandi samstarfssamning

Nú á dögunum gerðu Golfklúbburinn Keilir og 66°N nýjan samstarfsamning. Samningurinn nær meðal annars yfir fatnað á keppnisfólk Keilis á efsta stigi og annan stuðning við barna, ungmenna og afreksstarf klúbbsins.

Einnig geta félagsmenn í Keili nýtt sér 15% afslátt af fatnaði frá 66°norður í verslun þeirra í Miðhrauni 11.

Þetta er framlenging á samningi sem hefur verið í gildi síðastliðin 7 ár og á þeim tíma hefur afreksfólk Keilis fagnað vel yfir 20 Íslandsmeistaratitlum og 5 Bikarmeistaratitlum á golfvöllum landsins.

Það voru þeir Kjartan Tómas Guðjónsson frá 66°norður, Ólafur þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis og Karl Ómar Karlsson Íþróttastjóri Keilis sem skrifuðu undir samninginn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ