07/12/2022

Guðbjörg Erna endurkjörinn formaður Keilis

Guðbjörg Erna endurkjörinn formaður Keilis

Aðalfundur Keilis fór fram í gærkvöldi þriðjudaginn 6 desember. Mikil og góð mæting var á fundinn enn yfir 100 félagsmenn mættu til leiks.

Guðbjörg Erna var endurkjörin formaður Keilis til eins árs.

Kjósa þurfti á milli 4 frambjóðenda um 3 sæti í stjórn Keilis til tveggja ára og hlutu núverandi stjórnamenn allir kosningu.
Guðmundur Örn Óskarsson, Ellý Erlingsdóttir og Sveinn Sigurbergsson.

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á þessu fyrsta heila ári eftir COVID. Faraldurinn sjálfur orsakaði fækkun erlendra gesta ásamt því að stuðningur bæjar og stjórnvalda við íþróttafélög í landinu lituðu vissulega uppgjör síðustu ára.

Tekjur á árinu 2022 voru 324,6 mkr. samanborið við 293,2 mkr. árinu áður. Gjöld voru 286,6 mkr. samanborið við 268,7 mkr. á árinu 2021. Tekjur jukust þannig um 11% á móti kostnaði sem jókst aðeins um 7%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 38,0 mkr. á árinu 2022 samanborið við 24,5 mkr. árinu áður.

Nánar má lesa ársskýrslu Keilis með að smella á þennan teksta.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ