04/10/2022

Skert þjónusta í golfskálanum – Veitingasalan ennþá opin

Skert þjónusta í golfskálanum – Veitingasalan ennþá opin

Nú styttist heldur betur í annan enda golftímabilsins 2022. Óhjákvæmilega verðum við að minnka suma af þeirri þjónustu sem gestir og félagsmenn eru vanir. Golfverslunin verður áfram opin samhliða skrifstofunni milli 8:00 og 16:00 á virkum dögum, því er ennþá hægt að versla varning og leigja golfbíl.

Veitingasalan er ennþá opin að vana frá 8:00 til 20:00 og mun vera þannig til 15. október, eftir það mun veitingasalan loka alveg þangað til jólavertíðin hefst 11. nóvember og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kynna sér málið.

Engin áform liggja fyrir enn sem komið er um lokun valla en við biðjum alla um að fylgjast vel með ef um einhverjar lokanir er að ræða. Tilkynningar verða settar inn í rástímabókun á Golfbox.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ