11/11/2021

Komið að tímamótum eftir langt og farsælt samstarf

Komið að tímamótum eftir langt og farsælt samstarf

Nú er komið að því að Brynja okkar Þórhallsdóttir ætlar að söðla um og láta staðar numið í veitingarekstri hjá Golfklúbbnum Keili.

Brynja hefur haft veg og vanda af veitingarekstri hjá okkur í Keili í rúma tvo áratugi eða í tuttugu og eitt ár. Þegar Brynja hófst handa var veitingarekstur í golfskálum hérlendis ekki upp á marga fiska. Segja má að hún hafi sýnt og sannað, að með dugnaði og elju er hægt að byggja upp blómlegan rekstur í golfskálanum okkar.

Kveðja Brynju til félagsmanna Keilis:

„Ég þakka kærlega fyrir öll þessi ár og þann mikla stuðning sem ég hef fundið fyrir frá kylfingum og félagsmönnum Keilis í gegnum árin. Þetta hefur verið viðburðarríkur tími sem ég á eftir að líta til baka á með miklum söknuði. Ég þakka allar minningarnar sem við höfum búið til saman og óska Keili og félagsmönnum góðs gengis á komandi tímum.“

Stjórn Keilis og félagsmenn vilja þakka Brynju fyrir framúrskarandi starf í þágu klúbbsins í gegnum árin og óskum við henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ