16/08/2021

Íslandsmóti unglinga í holukeppni lauk um helgina

Íslandsmóti unglinga í holukeppni lauk um helgina

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Grafarholtsvelli hjá GR dagana 13.-15. ágúst.

Keppt var í fjórum aldurshópum og átti Keilir kylfinga í flestum flokkum.

Helstu úrslit urðu þessi.

Strákar 14 ára og yngri: Markús Marelsson varð Íslandsmeistari. Hann sigraði Hjalta Jóhannsson Keili í úrslitum.

Stelpur 14 ára og yngri: Lilja Dís Hjörleifsdóttir  féll út í 16 manna úrslitum.

Stúlkur 16 ára og yngri: Ester Amíra Ægisdóttir féll út í 16 manna úrslitum, Lára Dís Hjörleifsdóttir féll út í 8 manna úrslitum

Strákar 16 ára og yngri: Borgþór Ómar Jóhannsson og Brynjar Logi Bjarnþórsson féllu út í 16 manna úrslitum

Piltar 18 ár og yngri: Arnar Logi Andrason féll út í 16 manna úrslitum og Tómas Hugi Ásgeirsson í 8 manna úrslitum.

Piltar 21 ára og yngri: Bjarki Steinn L. Jónatansson féll út í 16 manna úrslitum og Svanberg Addi Stefánsson endaði í 4. sæti í sínum flokki.

Næstu verkefni er Íslandsmótið í höggleik sem fram fer 20.-22. ágúst á Hlíðarvelli golfklúbbsins í Mosfellsbæ.

Golfklúbburinn Keilir óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/04/2025
    Þrettán úr Keili kepptu í Portúgal
  • 04/03/2025
    Vilt þú vinna með okkur í sumar?
  • 04/03/2025
    Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin