Heimilt að leika golf án Covid reglna.
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt samþykki sitt fyrir því að heimilt sé að leika golf án þeirra reglna sem gilt hafa undanfarið vegna Covid-19. Samþykkið felur í sér að nú er að nýju heimilt að:
- Snerta flaggstangir
- Fjarlægja svampa úr holum
- Hafa hrífur í sandgryfjum
Þessar breytingar gera það að verkum og nú er að nýju heimilt að leika golf án nokkurra takmarkanna vegna Covid-19.
Viðbragðshópur GSÍ vegna Covid-19 bendir kylfingum á nauðsyn þess að fylgja áfram bæði almennum- og persónubundnum sóttvörnum og virða gildandi fjöldatakmörk.