Nú á dögunum skrifuðu undir golfklúbburinn Keilir og Fætur toga nýjan samstarfsamning. Með samningnum mun Fætur toga verða Aðalbakhjarl Sveinskotsvallar og mun fyrirtækið þannig styðja við áframhaldandi uppbyggingu Sveinskotsvallar. Sveinskotsvöllur er ein aðal uppeldisstöð nýrra Keilisfélaga og mjög mikilvægur vettfangur barna og unglingastarfs í Keili.
Lýður Skarphéðinsson eigandi Eins og fætur toga sagði við undirskrift:
Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að styðja við öflugt barna og afreksstarf sem fer fram hjá golfklúbbnum Keili og veita iðkendum tækifæri á að kynnast betur okkar starfsemi.
Sérfræðingar Fætur toga taka nálægt 7000 Íslendinga í göngugreiningu á ári og þar á meðal eru margir Kylfingar. Fætur toga selur Hyperice nuddtæki en Hyperice er ”Recovery partner” PGA og eru flestir spilarar á mótaröðinni með Hypervolt nuddbyssu í pokanum. Í tilefni samningsins höfum við ákveðið að veita kylfingum hjá Keili 15% afslátt af vörum og 25% afslátt af göngugreiningu í allt sumar.
Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis sagði við undirskrift:
Okkur í Keili hlakkar mikið til samstarfsins og verður vonandi til þess að Sveinkotsvöllur mun halda áfram að sýna framfarir öllum félagsmönnum til yndisauka.