Glæsilegasta innanfélagsmót ársins, fer fram 26. maí n.k og er skráning er hafin á golf.is
Nú á dögunum skrifuðu golfklúbburinn Keilir, Fjörður Verslunarmiðstöðin og Rif Restaurant undir samstarfssamning um að vera aðalstyrktaraðili á Fjarðarbikarnum sem á sér langa sögu í mótahaldi Keilis (áður Bikarkeppni Keilis). Í mótinu er leikin undankeppni og síðan holukeppni. Sjá nánar á golf.is.
Vel er lagt í verðlaun á mótinu og allt kapp lagt á að umgjörðin verði sem best í kringum mótahaldið, að sjálfsögðu með tillit til sóttvarnarráðstafana.
Leikið er 18 holu punktakeppni þar sem 16 leikmenn komast áfram og leika holukeppni með 3/4 forgjafarmun þangað til úrslit fást um Fjarðarbikarinn. Allir félagsmenn Keilis hafa keppnisrétt.
Verðlaunin í ár hafa aldrei verið veglegri:
Undankeppni:
- sæti í punktakeppni – úttekt í VF fyrir 30.000,-
- sæti í punktakeppni – úttekt í VF fyrir 20.000,-
- sæti í punktakeppni – úttekt í VF fyrir 15.000,-
16 manna úrslit:
Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant.
8 manna úrslit:
Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant.
4 manna úrslit:
Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant.
Úrslitaleikur:
Sigurvegari fær Fjarðarbikarinn og úttekt í VF fyrir 50.000 krónur. Annað sæti fær 10.000 úttekt á Rif restaurant
Guðmundur Bjarni frá Firði og Ævar Olsen frá Rif Restaurant sögðu við undirskrift:
“Við hlökkum mikið til samstarfsins, enda miklir áhugamenn um golfíþróttina og hvetjum félagsmenn Keilis til að koma og njóta yfirsýnar til Hvaleyrarvallar á Rif Restaurant enn þar er tilvalið að koma og njóta útsynis þar sem sést vel yfir Hvaleyrarvöll.”
Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis sagði við undirskrift:
“Það er alltaf gaman að vinna með rótgrónum og vel reknum Hafnfirskum fyrirtækjum, okkur hlakka mjög svo til samstarfsins. Hvet meðlimi Keilis til að styðja vel við bakið á þessum fyrirtækjum.”