Á mánudaginn munum við fara í sérstakt átak í staðfestingu á rástímum, eftirlitsmenn golfvallarins munu vera staðsettir í ræsiskúrnum og kanna hvern ráshóp hvort rástími sé staðfestur og einnig hvort réttir kylfingar séu að mæta í ráshópana. Við hvetjum félagsmenn að fara vel yfir þessa örfáu punkta sem við erum að biðja félagsmenn að fara eftir, enn þeir eru:
- Staðfesta þarf rástíma í appi eða golfverslun þegar mætt er til leiks
- Sé bókaður rástími EKKI staðfestur í eitt skipti fær félagsmaður viðvörun
- Sé bókaður rástími EKKI staðfestur í tvö skipti verður félagsmaður settur í vikubann frá bókun rástíma á viðkomandi völl
- Virðum rástíma hvors annars og mætum til leiks
Við mælum algjörlega með því að félagsmenn notist við Golfbox appið þegar þeir staðfesta rástimana sína. Það er lang einfaldast og tekur mikið álag af golfversluninni. Hér fyrir neðan má sjá mjög einfalt myndband sem útskýrir vel hvernig best er að nota appið.