Hraunkot verður áfram opið eins og venjulega. Golfhermar, púttaðstaðan uppi og niðri og aðstaðan úti verður opin á eftirtöldum tímum:

Mán. til fimmtudaga frá kl. 09:00 til 22:00

Föstudaga frá kl. 09:00 til 19:00

Laugardaga frá kl. 10:00 til 19:00

Sunnudaga frá kl. 10:00 til 20:00

Við viljum koma því á framfæri að við vitum hve mikilvægt það er að hafa hreint, sérstaklega á þessum tímum og höfum við aukið við allt hreinlæti og sóttvarnir hjá okkur.

Við sótthreinsum allt í kringum afgreiðsluborðið og í kringum snertifleti hjá hermunum, alla hurðahúna, posa og stangir inn í sal á púttflötinni.

 

Við ætlum að reyna allt til þess að koma í veg fyrir smit í Hraunkoti.

Þess vegna förum við á leit við þig að þú hjálpir okkur að hafa Hraunkotið eins og við viljum hafa það.

Starfsfólk Hraunkots ætlar að þrífa og þurrka af borðum, stólum og tölvubúnaði fyrir og eftir að hver hópur er búinn að leika í hermunum.

 

Veistu hvað virkar vel á kórónuveirur? 

 

  1. Handþvottur og sápa. Góð handhreinsun er besta ráðið til að forðast smit. Sápan leysir upp fituhimnuna og veiran dettur í sundur eins og spilaborg.

 

*Best er að þvo hendur með vatni og sápu áður en leikur hefst í hermunum og einnig eftir leik.

 

  1. Handspritt sem innihalda spíra hefur svipuð áhrif en í raun ekki alveg jafngóð og sápuþvottur.

 

*Sprittbrúsar og klútar eru inni á salernum og frammi á afgreiðsluborði og við hermana í Hraunkoti.