Árangur

Árangur á meðal okkar bestu kylfinga var mjög glæsilegur á árinu sem er að ljúka. Áður hefur verið nefndur árangur þeirra Axels og Guðrúnar Brá.

Vikar Jónasson sigraði á tveimur mótum á Eimskipsmótaröðinni í sumar og stóð uppi sem stigameistari GSÍ. Vikar er búinn að leggja mikið á sig við æfingar og er vel að þessum titli kominn.

Þórdís Geirsdóttir varð Íslandsmeistari í golfi í flokki 50 ára og eldri án forgjafar og Kristín Sigurbergsdóttir varð Íslandsmeistari með forgjöf í sama flokki.

Lið Keilis skipuð konum 50 ára og eldri varð Íslandsmeistari félagsliða í sumar.

Liðið var þannig skipað:
Þórdís Geirsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Margrét Berg Theódórsdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Sigmundsdóttir.

Karlasveit eldri kylfinga sigraði í 2. deild og leika á meðal hinn bestu á nýju ári.

Kvennalið Keilis endaði í 2. sæti og karlalið Keilis varð í 4. sæti á Íslandsmóti golfklúbba í sumar.

Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Birgir Björn Magnusson urðu klúbbmeistarar á meistaramóti Keilis í sumar.

Landslið

Átta kylfingar frá Keili voru valdir til að taka þátt í ýmsum landsliðsverkefnum fyrir hönd Íslands á árinu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Þórdís Geirsdóttir, Gísli Sveinbergsson, Henning Darri Þórðarson, Rúnar Arnórsson og Daníel Ísak Steinarsson.

Í ár eru sjö kylfingar frá Keili sem eru að æfa golf í háskólum í USA. Þau eru: Rúnar Arnórsson, Gísli Sveinbergsson, Helga Kristín Einardóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Birgir Björn Magnússon.

Kennsla fyrir félagsmenn

Golfklúbburinn Keilir bauð upp á golfkennslu hjá PGA golfkennurum, námskeið og æfingar fyrir bæði félagsmenn Keilis og fyrir kylfinga í öðrum klúbbum, fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki.

Hægt var að velja um kennslu frá fimm PGA menntuðum golfkennurum.

Hægt er að skrá sig í golfkennslu og athuga hvað er í boði inn á vefsíðu Keilis.

Nýir félagar í Keili

Karl Ómar og Björn Kristinn Björnsson sáu um námskeið fyrir nýja félaga Keilis í vor. Markmið var að bjóða nýja félaga velkomna og kynna þeim fyrir grunnatriðum í golfi, leik á velli og helstu starfssemi Keilis.

Farið var í grunnatriði í sveiflu, púttum og vippum og síðan var leikið golf á Sveinskotsvelli þar sem kynntar voru helstu reglur og siðir.

Að lokum

Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem hafa komið að starfi okkar í ár, öllu starfsfólki Keilis, kylfingum og velunnurum og styrktaraðilum Golfklúbbsins Keilis.

Gæðin segja meira en magnið en alltaf er hægt að gera gott starf betra.

F.h íþróttanefndar
Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis.