Ársskýrsla 2017

Verið velkomin á ársskýrslu Golfklúbbsins Keilis fyrir árið 2017. Skýrslan er nú í fyrsta skipti gefin út á rafrænu formi en stjórn Keilis fannst það við hæfi að breyta til á þessum miklu tímamótum. Í ár er aðalfundur Keilis haldin í 50. sinn.

Einnig rímar þetta vel við þá hugsjón sem hefur verið í rekstri okkar að sjálfbærni og skynsamleg nýting auðlinda sé ávallt sett í forgang. Vonandi hefur þú klúbbfélagi góður gagn og gaman af efni hér á síðunni og fundinum í kvöld.

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis 2017 verður haldinn fimmtudaginn 7. desember í Golfskála Keilis. Fundurinn hefst stundvíslega kl 19:30.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
  4. Lagabreytingar – stjórnarkjör
  5. Stjórnarkosning
  6. Kosning endurskoðanda
  7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að
  8. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2018
  9. Önnur mál Stjórn Golfklúbbsins Keilis
0
FÉLAGAR
0%
KONUR
0%
KARLAR