03/02/2025

7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ

7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ

Í janúar fóru 7 fulltrúar Keilis í æfingaferð með landsliðinu á La Finca golfsvæðið á Spáni.  Þetta var flott ferð í alla staði þar sem aðstæður voru frábærar og allir af okkar fremstu kylfingum tóku þátt. Þetta var því einstakt tækifæri fyrir kylfingana okkar til að læra og æfa meðal þeirra bestu á landinu. Samtals var 40  kylfingum boðið í þessa ferð, þar á meðal 8 frá Keili, en Markús Marelsson okkar komst því miður ekki í ferðina 

 Atvinnukylfingurinn og reynslumesti kylfingur ferðarinnar frá Keili var Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Hún er eins og er í fullum undirbúningi fyrir Sunshine mótaröðina sem er leikin í Suður-Afríku og hefst hún í febrúar.  

 

Skúli Gunnar Ágústsson, fastamaður í landsliðinu síðustu ár í drengjaflokki, er á fullu að undirbúa sig fyrir sumarið en þetta mun vera fyrsta árið hans úr unglingaflokkum, en Skúli mun gera atlögu að karlalandsliðinu í sumar. 

 

Markús Marelsson komst því miður ekki í þessa ferð því hann var upptekinn við framhaldskólanám í Danmörku, en hefur alltaf verið einn af okkar virkustu keppniskylfingum á erlendum vettvangi og óhætt að segja að það verður nóg að gera hjá honum þetta keppnistímabil. 

 

Óliver Elí Björnsson, Máni Freyr Vígfússon,  Halldór Jóhannsson  og Elva María Jónsdóttir mættu í sína fyrstu landsliðsferð en þau voru öll tekin inn sem nýjir meðlimir í landsliðinu í haust. Þau hafa öll sýnt á síðustu árum að þau eru þau bestu á landinu í sínum aldursflokkum og ætla sér stóra hluti í framtíðinni í landsliðinu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagarnir í ferðinni voru langir og kylfingar æfðu eða léku golf frá sólarupprás til sólseturs. Hópurinn okkar stóð sig mjög vel og voru þau til fyrirmyndar í alla staði eins og oft áður. Golfklúbburinn Keilir getur verið gríðarlega stoltur og spenntur fyrir því hvað framtíðin er björt. 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 05/12/2024
    Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn
  • 14/09/2024
    Tómas fór holu í höggi í fyrsta háskólamótinu
  • 09/09/2024
    Skráningarfyrirkomulag þegar tekur að hausta
  • 05/08/2024
    Opna kvennamót Keilis 2024 – Skráning hefst á morgun