Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið birt nýja auglýsingu sem heimilar golf á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við þá auglýsingu þá mun starfsemi Keilis aftur hefjast frá og með morgundeginum. Hraunkot og golfvellirnir munu opna aftur.
Golfvellir Keilis opna frá og með morgundeginum 20. október. Opnað verður fyrir rástímaskráningar mánudaginn 19 október klukkan 12:00.
Þar sem við erum kominn inní veturinn og gras hætt að vaxa þá ætlum við að hafa ófrávíkjanlegar sérreglur þangað til vellirnir loka:
Golfbílar eru bannaðir nema á Sveinskotsvelli
Mottuskylda er á brautum og á par 3 holum. Þ.a.s kylfingar verða að nota sértilgerðar mottur undir boltann til að slá af á brautum og af teig eða færa boltann útí röff. Mottur eru við standa á 1 og 10 teig og á 1. teig á Sveinskotsvelli. Skila þarf mottunum við inngang á klúbbhúsinu eftir notkun, dýfa þeim í sótthreinsilög og hengja upp.
Þar sem völlurinn er mjög hogginn eftir sumarið þá teljum við það nauðsynlegt að setja á mottuskyldu þannig að flestir geti notið þess að leika golf fram inní veturinn. Og þannig munu golfvellirnir okkar ekki hafa tjón af vegna golfleiks svona seint á tímabilinu.
Það er von okkar að skilningur sé hjá félagsmönnum á aðstæðum og þannig getum við notið þess að leika golf langt inní veturinn.
Við biðjum Kylfinga að veita því sérstaka athygli að spáin næstu daga boðar næturfrost og má því gera ráð fyrir því að við þurfum að loka morguntímunum eitthvað fyrstu dagana.
Góða skemmtun,
Stjórn og starfsfólk Keilis