Golfsumarið stóra hjá okkur Keilisfólki byrjaði vel. Fyrsta opna mót sumarsins var haldið í dag og tóku 141 kylfingur þátt í mótinu. Icelandair Golfers mótið tókst einstaklega vel og lék veðrið við alla. Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og mátti heyra það á þeim sem tóku þátt. Margir voru að sjá breytingarnar á golfskála Keilis í fyrsta sinn og það gladdi okkur mjög að heyra frá gestum okkar sem voru mjög ánægðir með glæsilegar breytingar. Mikið verður í gangi hjá okkur í sumar og stærst er að sjálfsögðu sjálft Íslandsmótið í golfi sem verður haldið á Hvaleyrarvelli. Mjög svo spennandi tímar framundan, en einnig mun Keilir taka í notkun þrjár glæsilegar nýjar brautir á Hvaleyrinni. Veitt voru verðlaun fyrir fimm sæti í punktakeppni og að sjálfsögðu fyrir besta skor dagsins. Nándarverðlaun voru á öllum par 3 brautum vallarins. Golfklúbburinn Keilir og Icelandair Golfers þakkar öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Vinningshafar dagsins geta svo sótt vinninga sína á skrifstofu Keilis frá og með mánudeginum 22. maí 2017.
Úrslit urðu eftirfarandi:

Besta skor Icelandair Golfers 2017 Alfreð Brynjar Kristinsson  GKG   72 högg

Punktakeppni Icelandair Golfers 2017
1. sæti Guðmundur Guðmundsson  GR  42 punktar
2.sæti Pétur Pétursson  GM  40 punktar
3.sæti Bragi Þorsteinn Bragason  GO  39 punktar
4.sæti Guðjón Reyr Þorsteinsson  GÁS  39 punktar
5.sæti Svavar Gísli Ingvarsson  GKG  38 punktar

Nándarverðlaun Icelandair Golfers 2017
4. braut  Sveinn Snorri Sverrisson GKB  99 cm
6.braut Jón Erling Ragnarsson  GK  1,35 m
10.braut Rafn Stefán Rafnsson  GB  55 cm
16.braut Alda Harðardóttir  GKG  2,24 m

Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og minnum á að sækja þarf vinninga innan sex mánaða.
icelandair golfers_2017