Saga Golfklúbbsins Keilis

Í tilefni 50 ára afmæli Keilis hefur verið tekin saman saga klúbbsins fyrir fyrstu 10 árin og er þar fjallaðum aðdragandann, stofnunina og starfsemina 1967-1977.  Hægt er að lesa bókina á rafrænu formi hér á vefnum.

Kristín Pálsdóttir
1975, 1976

Úlfar Jónsson
1986, 1987, 1989, 1990, 1991, 1992

Þórdís Geirsdóttir
1987

Björgvin Sigurbergsson
1995, 1999, 2000, 2007

Ólöf María Jónsdóttir
1997, 1999, 2002, 2004

Kristín Elsa Erlendsdóttir
2000

Tinna Jóhannsdóttir
2010

Axel Bóasson
2011, 2017, 2018

Signý Arnórsdóttir
2015

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2018, 2019, 2020

1967 Hafsteinn Þorgeirsson
1968 Hafsteinn Þorgeirsson
1969 Sigurður Héðinsson
1970 Júlíus R. Júlíusson
1971 Björgvin Hólm
1972 Björgvin Hólm Jóhanna Ingólfsdóttir
1973 Júlíus R. Júlíusson Ekki keppt
1974 Júlíus R. Júlíusson Jóhanna Ingólfsdóttir

1977 10.ára afmæli Keilis

Páll Ásgeir Tryggvason
Þorsteinn Einarsson
Ársæll Grímsson
Grímur Thorarensen
Jónas Aðalsteinsson
Kristinn E Guðmundsson

1992 25.ára afmæli Keilis.

Konnráð Bjarnason
Guðmundur Árni Stefánsson
Guðlaugur Gíslason

1997 30. ára afmæli Keilis

Sigurbergur Sveinsson
Frímann Gunnlaugsson
Eiríkur Smith
Ingvar Viktorsson

2000 Aðalfundur Keilis

Sveinn Sigurbergsson
Lóa Sigurbjörnsdóttir

40 ára afmæli Keilis 2007

Lúðvík Geirsson

Formenn Keilis

Jónas Aðalsteinsson
Birgir Björnsson
Sigurður Héðinsson
Gísli Sigurðsson
Ásgeir Nikulásson
Knútur Björnsson
Inga Magnúsdóttir
Jón Marinósson
Ólafur Ág,Þorsteinsson
Jónas Ragnarsson
Guðlaugur Gíslason
Hálfdan Karlsson
Guðjón Sveinsson
Halldór Halldórsson
Guðmundur Friðrik Sigurðsson
Bergsteinn Hjörleifsson

Íslandsmeistarar Keilis

Björgvin Sigurbergsson
Úlfar Jónsson
Kristín Pálsdóttir
Kristín Elsa Erlendsdóttir
Ólöf María Jónsdóttir
Þórdís Geirsdóttir

Önnur tilefni

Ágúst Húbertsson
Björn Magnússon (Kays)
Taylor Kays
Guðmundur Haraldsson
Ólafur Þór Ágústsson
Ingvar Jónsson

50 ára afmælisveisla Keilis 6. maí 2017

Axel Bóasson
Signý Arnórsdóttir
Arnar Már Ólafsson
Guðbrandur Sigurbergsson
Hörður Þorsteinsson

1977 10.ára afmæli Keilis

Hafsteinn Hansson
Jóhann Níelsson
Eiríkur Smith
Pétur Auðunsson
Sigurbergur Sveinsson

1982 15. ára afmæli Keilis

Þorvaldur Ásgeirsson
Sveinn L Bjarnason
Gísli Sigurðsson
Ásgeir Nikulásson
Sigurður Héðinsson
Birgir Björnsson
Inga Magnúsdóttir
Henning Á Bjarnason
Ólafur Marteinsson
Jón Marinósson
Knútur Björnsson

1987 20. ára afmæli Keilis.

Ólafur Ág. Þorsteinsson
Jónas Ragnarsson
Guðbrandur Sigurbergsson

1997 30. ára afmæli Keilis

Hálfdán Karlsson
Guðjón Sveinsson
Sigurberg Elentínusson
Sveinn Sigurbergsson
Úlfar Jónsson

1997 Aðalfundur Keilis 7. Des

Sveinbjörn Björnsson
Guðbjartur Þormóðsson
Kristín Pálsdóttir

1998 Aðalfundur 12.des

Halldór Halldórsson
Jóhann Sigurbergsson
Björgvin Sigurbergsson
Baldvin Jóhannsson

1999  Aðalfundur 11.des

Axel Alfreðsson
Ólöf María Jónsdóttir

2002 Aðalfundur

Unnur Sæmundsdóttir

2008 Aðalfundur Keilis 

Bóas Jónsson

2009 Aðalfundur Keilis 

Heiðrún Jóhannsdóttir

Önnur tilefni

Ólafur Þór Ágústsson

2014 Aðalfundur Keilis

Jóhannes Pálmi Hinriksson
Guðbjörg Sigurðardóttir
Ingveldur Ingvarsdóttir

50 ára afmælisveisla Keilis 6. maí 2017

Magnús Hjörleifsson
Gunnar Þór Halldórsson
Ásgeir Jón Guðbjartsson
Daníel Rúnarsson
Brynja Þórhallsdóttir
Birgir Vestmar Björnsson
Bjarni Þór Hannesson
Kristinn Kristinsson
Már Sveinbjörnsson
Hörður Geirsson
Guðlaugur Georgsson
Steindór Eiðsson.
Hörður Hinrik Arnarson
Magnús Birgisson

Þátttaka á Canon mótum

Retief Goosen
Ronan Rafferty
Barry Lane
Patrick Sjöland

Ágrip úr sögu Keilis

Í október 1966 var boðað til fundar í Hábæ og komu þar saman sjö áhugamenn um golf. Hafsteinn Hansson virðist hafa haft forgöngu en auk hans voru á fundinum Jónas Aðalsteinsson, Jóhann Níelsson, Daníel Pétursson, Júlíus Sólnes, Hafsteinn Þorgeirsson og Páll Ásgeirsson. Auk þess mætti þar forseti Golfsambandsins, Sveinn Snorrason. Ákveðið var að stofna golfklúbb og efna til stofnfundar snemma árs 1967 og skipuð nefnd til að setja klúbbnum lög.

Stofnfundur var haldinn 18. febrúar 1967 í Félagsheimili Kópavogs; mættu þar 64 menn úr Hafnarfirði, Garðahreppi og Kópavogi. Þeir stofnuðu formlega Golfklúbbinn Keili, en í fyrstu stjórninni voru: Jónas Aðalsteinsson formaður, Sigurbergur Sveinsson, Sigurður Helgason og meðstjórnendur Hafsteinn Hansson og Rúnar Guðmundsson.

Framhaldsstofnfundur var svo haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 25. apríl 1967. Þar var lögð fram og samþykkt fjárhagsáætlun. Á fundum með sveitastjóra Garðahrepps hafði komið til tals að fá Vífilsstaðatúnið undir golfvöll og fleiri staðir voru kannaðir, en fljótlega fengu menn augastað á Hvaleyrinni og náðust þar um samningar við Hafnarfjarðarbæ. Voru þá enn ábúendur á sumum smájörðunum á Hvaleyri og stóð í talsverðu stímabraki unz allt það land fékkst, sem nú er undir golfvellinum. Fyrsti formaður Keilis, Jónas Aðalsteinsson, átti flestum framar giftusamlegan þátt í að leiða þau mál til lykta. Sumarið 1967 var farið að leika golf á Hvaleyrinni; í fyrstu á 6 holu velli og slegnar flatir, þar sem sléttir blettir voru fyrir.

En íbúðarhúsið að Vesturkoti fékk golfklúbburinn undir félagsheimili.

Eftir landnámið á Hvaleyri og mestu byrjunarörðugleikana var skipulagður þar 9 holu völlur, sem var tilbreytingarríkur og talsvert erfiður. Svo vel hagar til á Hvaleyri, að hægt var að finna slétta bletti fyrir flatir til bráðabirgða, en fljótlega var gengið í að byggja upp teiga. Félagið eignaðist traktor og brautarsláttuvél og sömuleiðis flatarsláttuvél og eftir tíu ára fjárhagsörðugleika, er sá vélakostur nánast óbreyttur.
Magnús Guðmundsson frá Akureyri, fyrrum íslandsmeistari í golfi, teiknaði 9 holu völlinn, sem var í notkun fram í júní 1972. Þá var tekinn í notkun nýr 12 holu völlur, sem félagsmenn höfðu 1971 samþykkt að láta Svíann Nils Skjöld teikna. Ástæðan var sú, að mönnum þótti landsvæðið á Hvaleyri ekki nýtast sem skyldi og yrði hægar að fá viðbótarland fyrir 6 holur en 9.

Nýi 12 holu völlurinn var í fyrstu ívið styttri en verið hafði og víða leikið á bráðabirgðaflatir. Á síðustu fjórum árum hefur verið unnið að gerð teiga og flata svo sem fjárhagslegt bolmagn leyfir, en svo dýr eru þessi mannvirki, að ofætlun hefur verið að ráðast í meira en eina flöt á ári, – enda skiptir kostaður við hverja flöt hundruðum þúsunda.

Á 10 ára afmælinu stendur uppbygging vallarins þannig, að fjórar flatir hafa verið byggðar upp eftir beztu getu; á þremur stöðum notast flatir frá náttúrunnar hendi, en fimm flatir á ennþá eftir að byggja upp. Helmingur teiganna hefur verið byggður upp, svo viðunandi má telja, – á sex stöðum er ennþá notazt við meira og minna slæma bráðabirgðateiga og fremri teiga er yfirleitt alveg eftir að gera. Bunkera eða sandglompur, sem teljast sjálfsagður hlutur í golfvallararkitektúr, á einnig að mestu leyti eftir að gera. Af þessu sést að nóg verður í að horfa næsta áratuginn, jafnvel þótt völlurinn verði ekki stækkaður frá því sem hann er nú.

Verulegum fjármunum hefur þar á ofan verið varið til endurbóta á golfskála Keilis að Vesturkoti á Hvaleyri. Lofsvert átak hefur verið unnið í þá veru að gera skálann vistlegan og viðbótarhúsnæði, sem meðal annars er hægt að nota fyrir fundi og kvikmyndasýningar, hefur verið innréttað í risinu. Veitingar hafa verið í Hvaleyrarskála frá upphafi, sumarlangt.

Byrjað var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hannes Þorsteinsson teiknaði og hannaði fyrri níu holurnar eða “hrauni”, en fleiri komu að hönnun síðari níu holanna. Fyrri níu holurnar eru í Hvaleyrarhrauni og er spilað í suður frá klúbbhúsinu og svo til baka. Síðari níu holurnar eru á gamla Hvaleyrartúninu þar sem spilað er meðfram strandlengjunni. Á vellinum eru hvítir, gulir, bláir og rauðir teigar og parið er 71 (36 + 35). Hvaleyrarvöllur hefur í gegnum árin verið annálaður fyrir góðar brautir og eftir að nýi völlurinn í Hvaleyrarrauni var opnaður hafa flatirnar fengið lofsverða athygli fyrir að vera sérstaklega góðar.

Keilir hefur allt frá upphafi átt kylfinga í fremstu röð, jafnt í hópi fullorðinna sem yngri kylfinga. Aðeins fimm árum eftir stofnun klúbbsins, árið 1972, eignaðist Keilir sína fyrstu afreksmenn í golfi þegar Alda Sigurðardóttir varð telpnameistari og Sigurður Thorarensen drengjameistari. Þetta var aðeins upphafið af því sem á eftir fylgdi. Úlfar Jónsson varð Íslandsmeistari karla árin 1986, 1987, 1989, 1990, 1991 og 1992 og jafnframt Norðurlandameistari það sama ár. Björgvin Sigurbergsson varð Íslandsmeistari karla 1995 og 1999. Kristín Pálsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna 1975 og 1976, Þórdís Geirsdóttir árið 1987 og Ólöf María Jónsdóttir árið 1997 og 1999. Öldunga. meistari kvenna 1999, Kristín PálsdóttirÍ sveitakeppni GSÍ hefur Keilir sigrað í 1. deild karla samtals 9 sinnum, árin 1974, 1977, 1978, 1988, 1989, 1990, 1991, 1993 og 1995. Kvennalið Keilis hefur sigrað sex sinnum í 1. deild í sveitakeppni GSÍ, árin 1985, 1989, 1991, 1995, 1996 og 1997. Að auki hafa Keilisfélagar unnið til fjölda annarra meistaratitla í hinum ýmsu flokkum yngri sem eldri kylfinga.