Gjaldskrá 2024
Árgjöld
Hvaleyravöllur
Hópur 0 – 18 ára 38.750 kr. (25% af fullu gjaldi)
Hópur 19-26 ára 77.500 kr. (50% af fullu gjaldi)
Hópur 27-70 ára 155.000 kr. (fullt gjald)
Hópur 71-74 ára 116.250 kr. (75% af fullu gjaldi)
Hópur 75 ára og eldri 77.500 kr. (50% af fullu gjaldi)
Sveinskotsvöllur (9 holu völlurinn)
Hópur 0 – 16 ára 0 kr.
Hópur 17-26 ára 38.750 kr. (50% af fullu gjaldi)
Hópur 27-70 ára 77.500 kr. (fullt gjald)
Hópur 71-74 ára 58.125 kr. (75% af fullu gjaldi)
Hópur 75 ára og eldri 38.750 kr. (50% af fullu gjaldi)
Vallargjöld
Hvaleyrarvöllur
Hvaleyrarvöllur er 18 holur, par 71.
Kylfingar innan GSÍ
virka daga og um helgar: 11.000 kr.
– Unglingar, 16 ára og yngri, ásamt eldri borgurum greiða 8.000 kr fyrir kl 13:00 virka daga, annars fullt gjald.
Kylfingar utan GSÍ
Vallargjald 15.500 kr.
Gestir félagsmanna
Félagsmenn í Keili geta tekið með sér tvo gesti fyrir kl 13:00 alla virka daga og greiða gestirnir þá lægra vallargjald, kr. 8.000 í stað 11.000.
Sveinskotsvöllur
Sveinskotsvöllur er 9 holur, par 31.
Vallargjald er 4.500 kr.
– Unglingar, 16 ára og yngri, greiða 3.000 kr. Frítt í fylgd með foreldrum/fullorðnum
– Eldri borgarar greiða 3.000 kr virka daga fyrir kl 13:00. Eftir það fullt gjald.
Gestir félagsmanna
Félagsmenn í Keili geta tekið með sér tvo gesti fyrir kl 13:00 alla virka daga og greiða gestirnir þá lægra vallargjald, kr. 3.500 í stað 4.500.
Aðrar upplýsingar
Nýliðar
Nýliðar sem ekki eru komnir með forgjöf þurfa að fara á námskeið þar sem kenndar eru helstu umgengnisreglur og farið yfir undirstöðuatriðin í golfleiknum. Námskeiðið er innifalið í inntökugjaldinu.
Félagsgjöld fyrir árið 2024
Boðið er upp á að greiða félagsgjöldin með kreditkorti, staðgreiðslu eða greiðsluseðlum.
Þeir félagar sem greiða með kreditkorti geta dreift greiðslum í allt að 10 jafna hluta frá og með 1.janúar. Þrjú prósent þóknun er af greiðsludreifingu.
Þeir sem ekki greiða með korti munu fá senda fjóra greiðsluseðla með eindaga 1. febrúar og 1. mars, 1. apríl og 1. maí . Gjald per greiðsluseðil er kr. 350 kr. Athugið að greiðsluseðlana verður aðeins hægt að greiða í gegnum banka.
Þeir sem ekki hafa greitt gjaldið eða samið um greiðslur fyrir 15. maí verða teknir út af félagaskrá og aðrir teknir inn í þeirra stað. Eftir 15. maí verður innborgað félagagjald ekki endurgreitt nema í sérstökum óviðráðanlegum tilfellum.
Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem vilja breyta um greiðslufyrirkomulag að það sé gert strax eftir áramót. Það eina sem þú þarft að gera til að ganga frá greiðslufyrirkomulagi sem hentar þér er að hringja á skrifstofu Keilis í síma 565-3360 og ræða við Davíð um breytingar, eða senda honum póst á david@keilir.is.
Skápaleiga og aðstaða fyrir hjól
Leiga fyrir skápana er innheimt árlega um leið og félagsgjöldin og er ársleigan 20.000 kr. Hér er hægt að skrá sig á biðlista eftir skáp. Þeir sem eru með hjólin sín í ræsishúsinu greiða nú afnotagjald fyrir aðstöðuna. Gjaldið er kr. 25.000 og innheimtist á sama máta.