Síðasti dagurinn á Íslandsmótinu  í höggleik fer fram í dag á Akureyri. Mótið hefur verið frábært og hafa kylfingar sýnt mögnuð tilþrif. Mjög mikil spenna ríkir hér á Akureyri fyrir daginn í dag. Líklegt verður að telja að einhver dramatík muni verða á Jaðarsvelli í dag. Besti kylfingurinn mun sigra þetta mót það er klárt. Stóri Boli er þeim hæfileika gæddur að ýta út þeim sem ekki hafa spilað nógu vel og skilja þá allra bestu eftir. Signý og Guðrún Brá munu berjast um 3. sætið í dag. Ólafía og Valdís Þóra eru í algjörum sérflokki í kvennaflokki og hafa spilað geðveikt golf. Karlamegin er allt opið og margir geta sigrað. Axel B sýndi það í gær á lokaholunum að hann vill klára þetta mót. Þvílíkar lokaholur hjá drengnum í gær. Fékk til að mynda Eagle á 17.braut og átti rosalegt pútt á 18. flöt í miðja holu og Endaði seinni 9 á 33 höggum. Veðrið í dag á Akureyri er gott, hægur vindur og 14.siga hiti. Líklegt að einhver smá rigningarúði muni vera yfir Jaðri í dag. Við óskum öllum okkar kylfingum góðs gengis í dag og hvetjum alla sem ekki eru hér, að fylgjast með útsendingu RUV sem verður í gangi í dag og til loka. Góða skemmtun.

Staða efstu manna fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni 2016: 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68-66) 206 högg -7
Bjarki Pétursson, GB (72-69-65) 206 högg -7
Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73-67) 207 högg -6
Axel Bóasson, GK (71-67-69) 207 högg -6
Andri Már Óskarsson, GHR (73-67-66) 208 högg -5
Haraldur Franklín Magnús, GR (71-71-67) 209 högg -4
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70-71) 210 högg -3
Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-71-69) 211 högg -2
Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72-69) 211 högg -2
Gísli Sveinbergsson, GK (72-67-72) 211 högg -2
Rúnar Arnórsson, GK (72-67-72) 211 högg-2
Andri Þór Björnsson, GR (72-73-67) 212 högg -1
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (71-72-70) 213 par

Staða efstu kylfinga í Kvennaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni 2016:


Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-69-66) 206 högg -7
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (70-68-69) 207 högg -6
Signý Arnórsdóttir, GK (77-68-71) 216 högg +3
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-72-73) 217 högg +4
Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75 -75-73) 223 högg +10
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-76-73) 226 högg +13
Berglind Björnsdóttir, GR (75-75-77) 227 högg +14

anna2 gisli signý