Gísli Sveinbergsson okkar maður úr Keili er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn af alls þremur á hinu gríðarlega sterka unglingamóti Duke of York. Gísli lék Royal Aberdeen völlinn í Skotlandi á 69 höggum eða -2. Gísli, sem er A-landsliðsmaður og Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára, fékk alls fimm fugla og þrjá skolla á hringnum í gær. Hann er með eitt högg í forskot á næstu keppendur en alls eru 55 keppendur á þessu móti – allt landsmeistarar í sínum aldursflokki og eru 30 þjóðir sem fá að senda keppendur á þetta mót. Þegar þetta er skrifað er Gísli á tveimur höggum undir pari á öðrum hring, enn leik á öðrum hring hefur verið frestað vegna slæms skyggnis. Hér má lesa skemmtilega samantekt eftir fyrsta hringinn.

Og hér má fylgjast með Gísla í mótinu.