Keilir og Golfkylfur.is hafa ákveðið að framlengja farsælu samstarfi sínu, en Golfkylfur.is hafa boðið upp á viðgerðir og mælingar fyrir kylfinga í aðstöðu Hraunkots. Við undirritun samningsins verður aðstaða Golfkylfur.is stækkuð og nýjum mælitækjum komið fyrir. Aðstaðan færist jafnframt upp á aðra hæð í Hraunkoti. Þessar breytingar munu auka til muna gæði þeirrar þjónustu sem Hraunkot býður uppá og er leitandi að annarri eins aðstöðu hér á landi.

Birgir Vestmar, eigandi Golfkylfur.is:
“Ég er gríðarlega glaður að geta framlengt farsælu samstarfi mínu með Hraunkoti og Keili, og hlakka til að geta boðið uppá bestu hugsanlegu fitting aðstöðu með nýjustu tækni fyrir allra kylfinga”.

Ólafur Þór, framkvæmdastjóri Keilis:
“Birgir og hans fyrirtæki hafa verið einn af fjölskyldumeðlimum okkar frá stofnun Hraunkots og er það því gífurlegt ánægjuefni að við erum búnir að staðfesta samning Hraunkots og Golfkylfur.is til framtíðar. Aðstaðan og tæknin sem sett verður upp verður enn ein skrautfjöðurin í hatt glæsilegrar heilsársaðstöðu Hraunkots”.