Hið árlega fyrirtækjakeppni Keilis fór fram í dag við ágætis aðstæður, smá haustnepja blas við en ekkert til að kvarta yfir.

Keppnisfyrirkomilagið var punktakeppni með fullri forgjöf, þó að hámarki 1 punktur á holu en tveir kepptu saman fyrir hvert fyrirtæki og var betri boltinn sem taldi. Innifalið mótsgjaldi var grillveisla að hætti Brynju ásamt einum köldum.

Stórglæsileg verðlaun voru í boði fyrir efstu fimm sætin, má þar nefna ferðaávísun uppí golfferð hjá Heimsferðum að verðmæti 100.000kr og ferðaávísun með GB ferðum. Veitt voru verðlaun fyrir næst holu á öllum par 3 holum, 18 holu í öðru höggi og fimm efstu sætin í punktum. Alls voru sjö manns sem luku leik á 43 punktum en punktafjöldi á seinni níu skipti máli varðandi uppröðun sæta. Smellið hér til að sjá úrslit úr mótinu.

Punktar

1. Heyrnastöðin – Garðar Ingi Leifsson & Auðunn Örn Gylfason, 46 punktar

2. Listverk – Sigurður Sveinn Sigurðsson & Alfreð Brynjar Kristinsson, 45 punktar

3. Epli.is – Ásgeir Jón Guðbjartsson & Lúðvík Jónasson, 44 punktar

4. Hraunkot – Ólafur Þór Ágústsson & Björn Friðþjófsson, 43 punktar

5. RJC – Guðbjartur Ísak Ásgeirsson & Kristján Kristjánsson , 43 punktar

 

Nándarverðlaun

4. hola – Halldór Ingólfsson 67cm

6. hola – Friðrik Ómarsson 1.67m

10. hola – Bergsteinn Hjörleifsson 2,61m

16.hola – Jón Steindór Sveinsson 3,58m

18.hola – Sara m. Hinriksdóttir 1,37m