Evrópumót Landsliða
Evrópumót Landsliða
Einsog flestir Keilisfélagar hafa tekið eftir er Undankeppni Evrópumóts Landsliða haldið á Hvaleyrarvelli dagana 12-14 júlí. Golfvöllurinn verður lokaður frá klukkan 05:00 til 14:00 alla keppnisdagana. Keilisfélagar eiga að fá 50% afslátt hjá öllum golfklúbbum innan GSÍ, einnig minnum við á vinavellina okkar enn þeir eru:
Árið 2012 hefur verið samið við sjö golfklúbba um vinavelli, þeir eru:
Golfklúbbur Hellu
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
Golfklúbbur Suðurnesja (Leiran)
Golfklúbburinn Borgarnesi
Golfklúbburinn Geysi Haukadal
Golfklúbburinn Selfossi
Golfklúbbur Sandgerðis (vallargjald 1500)
Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afsætti af vallargjöldu, eins og t.d fyrirtækjamót. Þetta samkomulag gildir aðeins gegn framvísun félagsskírteinis fyrir árið 2012.
Athugið að panta rástíma.