Kæru Keilisfélagar

25.11.2014
Ég heiti Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og býð mig fram sem fulltrúa í stjórn Keilis. Ég tel að Klúbburinn hafi verið að gera mjög góða hluti á undanförnum árum og það eru spennandi tímar framundan, ekki síst með breytingum á vellinum og hlakka til að taka þátt þeim. Ég tel mig hafa margt fram að færa, ég spila mikið og víða og endurspegla líklega vel hinn almenna kylfing. Ég byrjaði að dunda mér á Sveinskotsvelli árið 2010 og gekk svo formlega í klúbbinn 2011. Ég kolféll nánast samstundis fyrir golfinu og hef nýtt árgjöldin afskaplega vel frá byrjun. Ég fékk frábærar móttökur sem byrjandi í gegnum kvennastarf klúbbsins og gekk svo sjálf til liðs við kvennanefndina haustið 2013 og á að baki skemmtilegt og viðburðarríkt starfsár. Ég tel það vera mjög góðan kost að geta verið tengiliður milli stjórnar og kvennanefndar. Ég er fædd á Djúpavogi en er uppalin í Hafnarfirði og hef búið hér undanfarin ár ásamt sambýlismanni mínum, Jóni Inga Jóhannessyni sem er einnig mjög duglegur að nýta Keilisvöllinn. Ég er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Ég er fjármálastjóri hjá Malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas hf og hef sinnt því starfi s.l. 7 ár. Meðfram því er ég varamaður í stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins. Ég hef í gegnum tíðina sinnt ýmsum félagsstörfum, ég er formaður í fjallaklúbbnum Þórólfi, var gjaldkeri hjá félagi sjávarútvegsfræðinema, sat í knattspyrnuráði Neista á Djúpavogi auk þess að hafa verið í ýmsum nefndum og ráðum sem fylgja því að búa í litlu samfélagi eins og á Djúpavogi. Ég hef verið dugleg að taka þátt í því starfi og viðburðum sem klúbburinn hefur haft upp á bjóða enda hefur félagsstarfið verið í miklum blóma. Hér hef ég kynnst frábæru fólki þannig að það er aldrei skortur á skemmtilegum spilafélögum Mig langar að biðja ykkur að mæta á aðalfund þriðjudaginn 9.desember n.k. og veita mér ykkar atkvæði.
Lesa meira

Breytingar í stjórn Keilis

20.11.2014

Á aðalfundi Keilis 9. desember nk. liggur fyrir að kjósa þurfi tvo nýja stjórnarmenn. Þau J. Pálmi  Hinriksson og Ingveldur Ingvarsdótt ...

Lesa meira

Gísli skrifar undir við Kent State

13.11.2014

Gísli Sveinbergsson skrifaði í kvöld undir samning um skólastyrk við Kent State háskólann í Bandaríkjunum. Kent State er gífurlega ster ...

Lesa meira

Golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 4-10 ára

13.11.2014

Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Kei ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 12:00 til 19:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll