Golfkylfur.is og Keilir skrifa undir samning

28.04.2016
Keilir og Golfkylfur.is hafa ákveðið að framlengja farsælu samstarfi sínu, en Golfkylfur.is hafa boðið upp á viðgerðir og mælingar fyrir kylfinga í aðstöðu Hraunkots. Við undirritun samningsins verður aðstaða Golfkylfur.is stækkuð og nýjum mælitækjum komið fyrir. Aðstaðan færist jafnframt upp á aðra hæð í Hraunkoti. Þessar breytingar munu auka til muna gæði þeirrar þjónustu sem Hraunkot býður uppá og er leitandi að annarri eins aðstöðu hér á landi. Birgir Vestmar, eigandi Golfkylfur.is: "Ég er gríðarlega glaður að geta framlengt farsælu samstarfi mínu með Hraunkoti og Keili, og hlakka til að geta boðið uppá bestu hugsanlegu fitting aðstöðu með nýjustu tækni fyrir allra kylfinga". Ólafur Þór, framkvæmdastjóri Keilis: "Birgir og hans fyrirtæki hafa verið einn af fjölskyldumeðlimum okkar frá stofnun Hraunkots og er það því gífurlegt ánægjuefni að við erum búnir að staðfesta samning Hraunkots og Golfkylfur.is til framtíðar. Aðstaðan og tæknin sem sett verður upp verður enn ein skrautfjöðurin í hatt glæsilegrar heilsársaðstöðu Hraunkots".
Lesa meira

The Lava Challenge nýtt miðnæturmót fyrir erlenda kylfinga

27.04.2016

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbburinn Oddur hafa tekið höndum saman og munu standa fyrir The Lava Challenge miðnæturgolfmótinu sem fr ...

Lesa meira

Rúnar í 36. sæti

25.04.2016

Í vikunni lék Rúnar með háskólaliði sínu í Minnesota á BIG TEN meistaramótinu. Hann lék á 75 (+3), 76 (+4) og 74 (+2) og endaði móti ...

Lesa meira

Guðrún Brá í 7. sæti á +7

21.04.2016

Guðrún Brá leiddi Fresno State háskólaliðið til 3. sætis í Mountain West Conference mótinu sem að lauk í gær. Guðrún lék best allra af ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 12:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll