Haukamótið

12.09.2014
Í dag var haldið hið árlega golfmót Hauka og voru 83 Haukamenn út um allan völl að reyna við Baddaskjöldinn og Rauða jakkann. Veðurguðinn bauð uppá ekta haustveður, mikinn vind. Í þessu móti er keppt um Rauða Jakkann í punktakeppni og einnig titilinn Öldungameistari Hauka til minningar um Ólaf H.Ólafsson. Baddaskjöldinn hlýtur svo sá Haukamaður sem spilar best í Höggleik en Rauði jakkinn fór til þann sem fékk flesta punkta. Fjöldi fólks var viðstadd verlaunaafhendingu sem fór fram í golfskálanum nú í kvöld kl 8. Glæsileg verðlaun voru veitt og var dregið úr skorkortum í lokinn. Golfklúbburinn Keilir og Haukar þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn og skemmtilegt mót. Úrslit úr mótinu eru eftirfarandi. Baddaskjöldur: Sigurþór Jónsson, 78 högg Rauði jakkinn: 1.sæti Kjartan Þór Ólafsson, 38 punktar 2. sæti Lúðvík Geirsson, 37 punktar (öldungameistari Hauka 2014) 3. sæti Hanna Björg S. Kjartansdóttir, 34 punktar   Næst holu 4, Vignir Þorláksson 1,45m Næst holu 6, Daníel þór 4,77m Næst holu 10, Sigurþór Jónsson 8,37m
Lesa meira

Mánaðar-mótið. Styrktarmót fyrir sveitir Keilis

09.09.2014

Spilaðu eins marga hringi og þú vilt frá 10.sept til 10. okt. Nýjung í keppnishaldi:  Mót sem stendur í mánuð Golfklúbburinn Keil ...

Lesa meira

Firmakeppni Keilis 2014

06.09.2014

Hið árlega fyrirtækjakeppni Keilis fór fram í dag við ágætis aðstæður, smá haustnepja blas við en ekkert til að kvarta yfir. Keppnis ...

Lesa meira

Úrslit Golfmót FH

05.09.2014

Í dag var hið árlega Golfmót FH haldið á Hvaleyrarvelli við ljómandi góðar aðstæður. 103 grjótharðir stuðningsmenn FH komu og tóku þátt ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll