Glæsilegu Íslandsmóti lokið.

24.07.2016
Nú rétt í þessu var glæsilegu Íslandsmóti í höggleik að ljúka. Ólafía Þórunn sigraði með glæsibrag og flotta spilamennsku alla dagana í kvennaflokki.  Valdís Þóra endaði í 2. sæti og Guðrun Brá tryggði sér 3. sætið. Birgir Leifur gerði vel í dag og kláraði mótið á -8 í heildina og dugði það til sigurs. Í öðru sæti eftir bráðabana við Bjarka Péturs  varð síðan Axel Bóasson. Axel og Bjarki enduðu höggi á eftir sigurvegaranum Birgi Leifi Hafþórssyni. Golfklúbburinn Keilir óskar sigurvegurunum í Íslandsmótinu í höggleik til hamingju með glæsta sigra. Golfklúbbur Akureyrar á svo sannarlega hrós skilið fyrir flott mót með frábæri umgjörð. Golfklúbburinn Keilir átti 21 þáttakanda í mótinu í ár  og voru allir okkar kylfingar okkur til mikils sóma og stóðu sig vel. Nú er bara að bíða eftir næsta móti árið 2017 sem verður haldið á afmælisári Keilis á Hvaleyrarvelli.
Lesa meira

Lokadagur

24.07.2016

Síðasti dagurinn á Íslandsmótinu  í höggleik fer fram í dag á Akureyri. Mótið hefur verið frábært og hafa kylfingar sýnt mögnuð tilþrif ...

Lesa meira

Okkar fólki líður vel á Akureyri.

22.07.2016

Að loknum 3. degi á Íslandsmótinu í höggleik getum við keilisfélagar verið sátt á ánægð með spilamennsku okkar fólks. Strákarnir okkar ...

Lesa meira

Vikar og Andri með flotta hringi

22.07.2016

Vikar Jónsson byrjaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í gær og lék Jaðarsvöll á 69 höggum (-2) sem skilaði 2.sæti. Vikar var í stuði og ...

Lesa meira

Mótaskrá

 • 19 júlí

  Vinkvennamót GO- Keilir

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 23 júlí

  Opna Epli.is

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 05 ágúst

  VM mótið

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 12 ágúst

  Boðsmót Íslandsbanka ATH kylfingar verða að hætta leik klukkan 13:00

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll