Gísli á parinu í dag

17.04.2014
Gísli Sveinbergsson spilaði vel í dag og endaði hringinn á parinu (71) og er jafn í 17 sæti. Hann hóf leik á 10. teig og byrjaði vel, hitti 8 grín af fyrstu 9 og nældi í fjóra fugla en fékk svo tvo tvöfalda skolla, á 17 holu þar sem hann þurfti að taka víti og á þeirri fjórðu en þá lenti hann í brautarglompu sem ekki var hægt að slá úr á grínið. Hann endaði svo hringinn á fugli til að gíra sig fyrir framhaldið og er fullur sjálfstraust fyrir morgundaginn. Hann hefur leik 12.50 á íslenskum tíma á morgun af fyrsta teig. Fyrir þá sem vilja spreyta sig á frönskunni og fylgjast með mótinu á netinu þá er linkur fyrir þig hér.    
Lesa meira

Gísli í Frakklandi

17.04.2014

Gísli Sveinbergsson er nú staddur á Frakklandi að spila Opna Franska Junior sem verður spilað núna yfir páskana. Hann hóf leik í dag kl ...

Lesa meira

Páskapúttmót Hraunkots

16.04.2014

Um páskana verður haldið skemmtilegt púttmót í Hraunkoti. Fyrirkomulag  verður þannig að föstudag, laugardag og sunnudag geta allir ...

Lesa meira

Axel snéri aldeilis blaðinu við.....

16.04.2014

Axel Bóasson og Guðrún Brá hafa nú lokið leik. Axel snéri aldeilis við blaðinu og endaði einn yfir í heildina (36 holur) og varð jafn þ ...

Lesa meira

Mótaskrá

 • 01 maí

  Hreinsunarmót, dagsetning óákveðin fylgist með hér

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 23 maí

  Skeljungur boðsmót athugið völlurinn opnar klukkan 14:30

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 24 maí

  Opna Icelandair golfers mótið

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 25 maí

  Innanfélagsmót

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 20:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll