Guðrún Brá keppir á einu af svæðismótunum í USA

27.04.2017
Guðrún Brá var í dag valin til að keppa í einstaklingskeppninni á einu af svæðismótum háskólagolfsins (regional championship) í Bandaríkjunum. Mótið verður haldið á fjórum stöðum dagana 8. til 10. maí. Guðrún Brá keppir í Albuquerque í Nýju Mexíkó. Guðrún Brá hefur verið að leika mjög vel í mótum fyrir Fresno State háskólaliðið sitt og hefur verið fimm sinnum inn á topp tíu í einstaklingskeppnum. Hún hefur ávallt verið með besta skor liðsfélaga sinna í liðinu. Að vera valin til að keppa í svæðismóti er frábær viðurkenning fyrir hana og ber vott um hve vel hún hefur verið að leika á mótum í vetur. Golfklúbburinn Keilir óskar henni til hamingju með þennan áfanga og óskar henni góðs gengis.
Lesa meira

Margar hendur vinna létt verk! Hreinsunardagurinn 1. maí kl. 9:00

27.04.2017

Okkur vantar aðstoð við að gera svæðið sem flottast og fínast fyrir 50 ára afmælið. Þeir sem taka þátt í Hreinsunardeginum vinna sér in ...

Lesa meira

Golfklúbburinn Keilir í 50 ár og áætlun um opnun

22.04.2017

Stefnt hefur verið að því síðustu vikur að opna golfvellina okkar 1. maí n.k. Enn því miður getur ekki orðið að því vegna slæms veðurs ...

Lesa meira

Páskaopnun Hraunkots

12.04.2017

Hraunkot golfæfingasvæði Keilis verður að sjálfsögðu opið um páskana og hvetjum við alla kylfinga að nota tækifærið og viðra sveifluna ...

Lesa meira

Mótaskrá

 • 19 júlí

  Vinkvennamót GO- Keilir

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 23 júlí

  Opna Epli.is

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 05 ágúst

  VM mótið

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 12 ágúst

  Boðsmót Íslandsbanka ATH kylfingar verða að hætta leik klukkan 13:00

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 20:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll