Íslandsmót í höggleik 2015

30.07.2015
Síðustu helgi lauk Íslandsmótinu í höggleik á Akranesi. Voru frábærar aðstæður á Leynisvellinum og fengu keppendur stórkostlegt veður alla fjóra keppnisdagana. Keilisfólkið spilaði frábært golf og eignuðumst við nýjan Íslandsmeistara. Signý Arnórsdóttir sigraði kvennaflokkinn og setti um leið mótsmet með lokaskori á einum yfir pari. Var gríðarleg mikil spenna hjá konunum  á lokaholunum því hún Valdís Þóra var aðeins einu höggi á eftir henni Signýju þegar mótinu lauk. Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 4.sæti á níu yfir pari og Tinna Jóhannsdóttir var í 5.sæti á tíu yfir pari. Í karlaflokknum var ekki alveg eins mikil spenna, Axel Bóasson endaði efstur af Keillismönnum á sjö undir pari í 2.sæti á eftir honum Þórði Rafni sem hampaði Íslandsmeistartitlinum.  Tveir aðrir Keilismenn enduðu á meðal þeirra tíu efstu í mótinu, þeir Rúnar Arnórsson og Henning Darri Þórðarson. Rúnar endaði í 6.sæti í mótinu á tveimur höggum yfir pari og hann Henning Darri var í 9.sæti á fjórum höggum yfir pari. Var þetta frábær árangur hjá Keilisfólkinu okkar á þessu Íslandsmóti og viljum við óska henni Signýju enn og aftur til hamingju með titilinn. IMG_1652
Lesa meira

Vinkvennamót GK og GO

30.07.2015

Seinna vinkvennamót GK og GO fór fram á Urriðavelli í gær og tóku 103 konur þátt í mótinu. Þær sem skipa sér í fyrstu þrjú sætin vor ...

Lesa meira

Signý Íslandsmeistari í höggleik 2015

26.07.2015

Signý Arnórsdóttir úr Keili varð Íslandsmeistari kvenna í höggleik í golfi árið 2015 en mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi í dag.Si ...

Lesa meira

Spennandi tímar, framkvæmdir komnar á fullt.

21.07.2015

Golfklúbburinn Keilir og Hafnarfjarðarbær skrifuðu undir samning um 1. áfanga í endurgerð Hvaleyrarvallar nú í Meistaramótsvikunni samk ...

Lesa meira

Mótaskrá

 • 12 ágúst

  Innanfélagsmót

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 13 ágúst

  Boðsmót Íslandsbanka ATH völlurinn opnar klukkan 14:30

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 14 ágúst

  Fastus boðsmót kylfingar verða að hætta leik 13:00

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 15 ágúst

  433.is

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll