Keilir árin 1967-1977

28.01.2016
Kæru Keilisfélagar, Við hjá Keili erum að vinna að ritun á sögu félagsins, þar sem aðaláherslan er lögð á fyrstu 10 ár félagsins s.s árin 1967-1977. Tilefnið er 50 ára afmæli klúbbsins á árinu 2017. Þetta voru miklir umbrotatímar hjá félaginu og má segja að þessir frumkvöðlar okkar hafi átt í hálfgerðu "stríði" við kotbændur Hvaleyrarinnar (þó í góðu). Við erum að leita sérstaklega af myndum og að sjálfsögðu líka skemmtilegum sögum frá þessum tíma sem gæti leynst hér í þessum hóp. Myndir af gömlu Hvaleyrinni með kotunum á, eða einhverjar skemmtilegar myndir frá starfinu okkar frá þessum tíma væru því gífurlega vel þegnar. Hægt er að hafa samband við mig í síma 8964575 eða á netfanginu olithor@keilir.is Kær kveðja, Ólafur Þór Ágústsson Framkvæmdastjóri Keilis
Lesa meira

Þorrablót Keilis

08.01.2016

Þorrablót Keilis verður haldið föstudaginn 22. janúar n.k. (bóndadaginn) í Golfskála Keilis Húsið verður opnað kl. 19:30. Að venju ver ...

Lesa meira

Vel heppnuð Áramótagleði

06.01.2016

Eins og undanfarin ár er Hraunkot með púttmót um áramót og er það alltaf vinsælt að koma við í kotið á þessum degi og pútta. Eins og ky ...

Lesa meira

Axel Bóasson Íþróttamaður Hafnarfjarðar

29.12.2015

Rétt í þessu hlaut Axel Bóasson nafnbótina Íþróttamaður Hafnarfjarðar. Axel er sérlega vel að titlinum kominn. Hann hefur átt frábært á ...

Lesa meira

Mótaskrá

  • 04 okt

    *AFLÝST* Opna Icelandair Golfers mótið

    Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 10:00 til 20:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll