Breytingar í stjórn Keilis

20.11.2014
Á aðalfundi Keilis 9. desember nk. liggur fyrir að kjósa þurfi tvo nýja stjórnarmenn. Þau J. Pálmi  Hinriksson og Ingveldur Ingvarsdóttir hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  Pálmi var kjörin í stjórn á aðalfundi 2001 og hefur verið gjaldkeri Keilis frá árinu 2004. Pálmi hefur sinnt hlutverki sínu einstaklega vel og stýrði fjármálum Keilis í gegnum erfiða tíma með mikilli festu. Ber að þakka honum sérstaklega það óeigingjarna starf. Ingveldur hefur verið í stjórn frá árinu 2009 lengst af sem formaður kvennanefndar en kvennastarf GK hefur verið í miklum blóma. Nú síðasta ár sinnti Ingveldur hlutverki ritara. Ingveldur og Pálmi þakka stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum fyrir afar ánægjulegt samstarf. Stjórn GK vill þakka Pálma og Ingveldi sérstaklega fyrir þeirra framlag. Stjórn hvetur jafnframt áhugasama félagsmenn til að bjóða sig fram í stjórn, hafi þeir áhuga á að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru.
Lesa meira

Gísli skrifar undir við Kent State

13.11.2014

Gísli Sveinbergsson skrifaði í kvöld undir samning um skólastyrk við Kent State háskólann í Bandaríkjunum. Kent State er gífurlega ster ...

Lesa meira

Golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 4-10 ára

13.11.2014

Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Kei ...

Lesa meira

Nú verður hægt að æfa á þriðjudögum

12.11.2014

Ingi Rúnar og Björn Kristinn ætla að bjóða uppá æfingar fyrir félagsmenn einnig á þriðjudögum. Endilega veljið ykkur daga sem henta. En ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll