Golfhermar opna í Hraunkoti

25.11.2015
Einsog flestir félagsmenn vita þá hefur verið unnið að því að setja upp golfherma í Hraunkoti, n.k föstudag verða þeir opnaðir með viðhöfn klukkan 17:00. Öllum félagsmönnum er boðið að koma og skoða þessi tækniundur. Skemmtilegir leikir verða í gangi og allir ættu að geta prófað. Einnig er frá og með deginum í dag hægt að panta tíma í hermana á netinu á þessari slóð. Hægt verður að panta tíma frá og með n.k laugardegi. Einnig verður hægt að fara inná keilir.is og smella þar á hnapp sem stendur golfhermar á, verður þá viðkomandi fluttur inná bókunarsíðuna. Við að panta tíma þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um. Til að byrja með verður ekki hægt að bóka á milli dýrara verðs og ódýrara verðs. Enn unnið er að lagfæringum á því. Við bókum verður viðkomandi að skilja eftir nafn, tölvupóst og símanúmer. Greitt er síðan í Hraunkoti eftir tímann. Verðskráin er tvískipt: Frá klukkan 12:00-16:00 virka daga 3500 krónur klst. Eftir klukkan 16:00 og um helgar 4500 krónur klst. 4 kylfingar eiga að taka um 3 tíma að leika 18 holur Góða skemmtun!!
Lesa meira

Vetraræfingar hefjast 2. nóvember 2015.

27.10.2015

Sjá æfingatíma á heimasíðu http://www.keilir.is/innra-starf/unglingastarf/.  Hóparnir eru aldursskiptir eins og sést á töflunni. Skrán ...

Lesa meira

Hvaleyrarvöllur kominn í vetrarbúning

23.10.2015

Miðað við veðurspá næstu daga var lítið vit í öðru en að klæða völlinn í vetrarbúninginn. Hraunið er því lokað og Hvaleyrin komin á vet ...

Lesa meira

Úrslit úr Bridgekvöldunum veturinn 2015-2016

23.10.2015

Þá eru Bridgekvöldin kominn á fullt. Næst byrjar ný 5-kvölda keppni þar sem 3 bestu kvöldin telja. Hér að neðan verða úrslitin birt úr ...

Lesa meira

Mótaskrá

  • 04 okt

    *AFLÝST* Opna Icelandair Golfers mótið

    Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 10:00 til 20:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll