Goða mótið á Akureyri

01.09.2014
Í gær lauk Goða mótinu á Akureyri en það var lokamótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Í kvennaflokki hafði Keiliskonan Tinna Jóhannsdóttir betur gegn Kareni Guðnadóttur en þær voru jafnar eftir 36 holur á laugadeginum á 8 yfir pari. Tinna spilaði á 77 í gær og tryggði sér sigur á lokamótinu. Sara Margrét Hinriksdóttir endaði einnig í 3. sæti sem er hennar besti árangur á Eimskipsmótaröðinni. Í karlaflokki hafði Kristján Þór betur gegn Gísla en Gísli leiddi eftir 36 holur á -1. Kristján spilaði hinsvegar fjóra undir á sunnudeginum við erfiðar aðstæður og endaði -3 á meðan Gísli endaði hringina þrjá á parinu. Bjarki Pétursson endaði í 3. sæti en Björgvin Sigurbergsson endaði í 4. sæti 7 yfir pari.  
Lesa meira

Afgreiðsla Hraunkots-breyttur opnunartími

29.08.2014

Breyttur opnunartími frá og með mánudeginum 1. september Opið verður á þessum tímum: Mánudagar-fimmtudag. 12:00-22:00 Föstudaga ...

Lesa meira

Tveir nýjir Íslandsmeistaratitlar

28.08.2014

Síðastliðna helgi fór fram Íslandsmót í Sveitakeppni hjá unglingunum okkar og öldungunum. Stelpurnar okkar 18 ára og yngri gerðu sér ...

Lesa meira

Gísli í 3. sæti í Finnlandi

24.08.2014

Gísli Sveinbergsson endaði jafn í 3. sæti á Opna Finnska í gær. Hann spilaði hringina þrjá á 69-69-72 og kláraði þrjá undir. Þetta er a ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll