Góður árangur hjá íslenskum kylfingum í Evrópu og Bandaríkjunum.

07.10.2015
Axel Bóasson úr Keili tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina. Axel endaði í 3.-4. sæti á -2 samtals en hann lék síðari keppnishringinn á 75 höggum en hann lék fyrri hringinn á 67 höggum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda á því móti einnig. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins. Lokastaðan: Góður árangur hjá íslenskum háskólakylfingum í Bandaríkjunum Fjölmargir íslenskir kylfingar hafa á undanförnum vikum keppt á háskólamótum í golfi víðsvegar um Bandaríkin. GísliSveinbergsson úr Keil og Bjarki Pétursson úr GB voru báðir í sigurliði Kent State á móti sem fram fór í Cleveland 5.-6. okt. s.l. Sigur Kent í liðakeppninni var gríðarlega öruggur en sveitin lék á -17 samtals og var 20 höggum betri en næsta sveit. Gísli lék hringina þrjá á -1 samtals, (73-73-69) 215 högg, og deildi hann 7. sætinu á þessu móti en sigurvegarinn var á -8 samtals.  Bjarki endaði í 32. sæti á +7 samtals, 223 höggum (75-71-77). Gísli_Sveinbergs Lokastaðan: Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í fjórða sæti á móti sem fram fór í Mexíkó dagana 4.-6. okt. s.l. Haraldur leikur fyrir Louisiana háskólann og endaði hann á -4 samtals (74-67- 71) eða 212 höggum. Sigurvegarinn var á -9 samtals. Ragnar Garðarssonúr GKG er í sama skólaliði og Haraldur Franklín. Ragnar bætti sig verulega á lokahringnum og endaði í 18. sæti á +4 samtals eftir að hafa leikið á -3 á lokahringnum, (75-76-69), 220 högg. Louisiana endaði í fjórða sæti í liðakeppninni og voru Haraldur og Ragnar með tvö bestu skorin í liðinu. Lokastaðan: Rúnar Arnórsson úr Keili lék með  Minnesota State skólanum á McDonalds mótinu sem fram fór í Connecticut. Rúnar endaði í 54. sæti á +15 samtals (77-78), 155 högg en skólalið hans endaði í þriðja sæti af alls fimmtán liðum sem tóku þátt. Lokastaðan: Ari Magnússon GKG og Theodór Emil Karlsson GM hafa leikið á tveimur mótum með Arkansas Monticello liðinu. Á fyrra mótinu sem fram fór um miðjan september endaði Theodór í 18. sæti á 221 höggum (72-73-76) og Ari lék á (79-81-73). Liðið endaði í fimmta sæti á þessu móti. Á síðara mótinu sem fram fór í lok september endaði UAM í þriðja sæti. Theodór endaði í fimmta sæti á 147 höggum (76-71) en Ari lék á 157 högugm og endaði í 34. sæti (82-75). Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék með Fresno State skólaliðinu á Rose City mótinu sem fram fór í lok september. Guðrún bætti sig verulega þegar á leið mótið en hún endaði í 16. sæti á 222 höggum (80-71-71). Fresno endaði í þriðja sæti af alls 15 liðum. Lokastaðan: Sunna Víðisdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG léku með Elon liðinu á Lady Pirate mótinu sem fram fór í lok september. Sunna endaði í 18. sæti á 231 höggi (76-77-78), Gunnhildur endaði í 62. sæti á +32, 248 högg, (82-86-80). Elon endaði í þriðja sæti af alls 17 liðum sem tóku þátt. Lokastaðan:
Lesa meira

Bændaglíman 2015

28.09.2015

Bændaglíman verður haldin laugardaginn 3. október nk. Keppnisfyrirkomulag: 4 manna Texas Scramble, keppendur skrá sig saman í holl ...

Lesa meira

Haustútsala í Golfverslun Keilis

28.09.2015

Í dag ætlum við að byrja með haustútsölu á þeim vörum sem til eru í Golfverslun Keilis. Afslátturinn er 20-30% af völdum vörum. Golfve ...

Lesa meira

Icelandair golfers n.k laugardag "Yfir hafið og heim" leikin í mótinu

16.09.2015

Þá er komið að Icelandair golfers mótinu sem ekki var hægt að halda í vor vegna veðurs. Verðlaunin eru glæsileg alls 10 flugmiðar með I ...

Lesa meira

Mótaskrá

  • 04 okt

    *AFLÝST* Opna Icelandair Golfers mótið

    Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll