Strákarnir í góðum málum

24.10.2014
Nú er fyrsta hring lokið í evrópumóti klúbbliða. Keilissveitin hélt áfram að leika vel í dag. Axel endaði 1 undir pari, Gísli á parinu og Henning Darri lék á 6 höggum yfir pari. Tveir bestu hringirnir telja og er því liðið á einu höggi undir pari. Sveitin er í 2-3 sæti eftir fyrsta hringinn. Mótið hefur verið stytt niður í tvo hringi, vegna rigningar í gær var gærdagurinn sleginn af og verður því leikinn lokahringurinn á morgun. Keilissveitin er 5 höggum á eftir fyrsta sætinu og verður spennandi að sjá hvernig morgundagurinn fer. Áfram Keilir... Hér má fylgjast með sveitinni.
Lesa meira

Úrslit frá fyrsta Bridgekvöldinu

23.10.2014

Fín mæting var á fyrsta Bridgekvöld vetrarins. Alls var spilað á sex borðum og spilarar að koma sér í form fyrir veturinn. Næsta kvöld ...

Lesa meira

Hraunið lokað

23.10.2014

Nú hefur hrauninu verið lokað þetta árið en við höldum Hveleyrinni opinni inni á sumarflatir út þessa viku. Sveinskotsvöllur verður ...

Lesa meira

Strákarnir byrja vel í Búlgaríu

23.10.2014

Keilisliðið byrjar vel á evrópumóti klúbbliða, Axel er -1 eftir 11 holur, Gísli -2 eftir 9 holur og Henning Darri +2 eftir 7 holur. Veð ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 20:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll