Styðjum Axel á Sunnudaginn

26.05.2016
Rosalegir vinningar hjá Axel í Fjölskylduleik Heimsferða Okkar maður Axel Bóasson heldur styrktarmót á Hvaleyrarvelli næstkomandi sunnudag. Í gær tilkynnti kappinn að hann ætlaði að bjóða upp á auka Fjölskylduleik. Leikurinn virkar þannig að þeir sem ljúka við létta púttþraut fyrir neðan golfskála Keilis eiga möguleika á að vinna 100 þúsund króna gjafabréf hjá golfdeild Heimsferða. 2 heppnir aðilar vinna gjafabréfið en það kostar ekki nema 500 krónur að vera með í leiknum. Allir eru velkomnir að taka þátt í leiknum, óháð því hvort þeir taki þátt í mótinu sjálfu eða ekki. Því hvetjum við sem flesta til að taka þátt og styðja Axel en allur ágóði hjálpar honum í komandi verkefnum á Nordic Tour í sumar. Skráning er hafin í styrktarmótið en hægt er að skrá sig á golf.is
Lesa meira

Eimskip gerist styrktaraðili "Yfir hafið og heim"

23.05.2016

Nú á dögunum skrifaði Eimskip undir styrktarsamning við Keili. Eimskip hefur verið og er einn stærsti styrktaraðili að golfi á Íslandi. ...

Lesa meira

Þórdís sigraði á Hellu

23.05.2016

Það var enginn  annar enn aldursforsetinn sem stóð sig best á fyrsta Stigamóti ársins sem fram fór á Hellu. Þórdís Geirsdóttir sigraði ...

Lesa meira

Axel í 38. sæti

22.05.2016

Axel Bóasson lauk leik í gær á Opna Fjallbacka mótinu sem haldið var í Svíþjóð. Axel lék á 68, 71 og 74 og endaði á pari sem gaf 38. sæ ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll