Maggi sá fyrsti.

20.09.2016
Magnús Hjörleifsson sem er að sjálfsögðu Keilismaður. Gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór holu í höggi á nýju par 3 brautinni "Yfir hafið og heim" Maggi sem er þekktur ljósmyndari og hefur tekið ófáar myndirnar síðustu sumur af þessari glæsilegu braut, sem hafa greinilega hjálpað honum mikið að lesa flötina. Maggi notaði 7 járn í draumahöggið og skráði sig í sögubækur Keilis. Hann er sá fyrsti sem slær draumahöggið á þessari nýju braut sem verður formlega tekinn í gagnið á 50 ára afmælisári Keilis sumarið 2017. Golfklúbburinn Keilir óskar Magga til hamingju með draumahöggið, en þetta er í annað sinn sem Maggi fer holu í höggi á Hvaleyrarvelli á síðustu tveimur árum samkvæmt okkar heimildum.
Lesa meira

Arnar Logi stigameistari

19.09.2016

Krakkarnir okkar eru búinn að vera leika keppnisgolf í allt sumar, sá sem hefur náð hvað bestum árangri er Arnar Logi Andrason enn hann ...

Lesa meira

Úrslit í Styrktarmóti vegna Evrópumóts klúbbliða

19.09.2016

Síðastliðinn laugardag fór fram Styrktarmót vegna þátttöku Karlasveitar Keilis í Evrópumóti klúbbliða sem fer fram í Portúgal. Alls tók ...

Lesa meira

Vel heppnuð Fyrirtækjakeppni

05.09.2016

Laugardaginn 03. september var haldin Fyrirtækjakeppni Keilis og tókst einstaklega vel. Mótið í ár var sérstaklega haldið vegna þeirra ...

Lesa meira

Mótaskrá

 • 19 júlí

  Vinkvennamót GO- Keilir

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 23 júlí

  Opna Epli.is

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 05 ágúst

  VM mótið

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 12 ágúst

  Boðsmót Íslandsbanka ATH kylfingar verða að hætta leik klukkan 13:00

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 21:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll