Setberg og Keilir í samstarf um umhirðu Setbergsvallar

03.05.2016
Golfklúbburinn Setberg og Golfklúbburinn Keilir hafa gert með sér samning vegna umhirðu á Setbergsvelli árið 2016. Samningurinn felur það í sér að Bjarni Hannesson vallarstjóri á Hvaleyrarvelli hefur yfirumsjón með umhirðu á Setbergsvelli. Golfklúbburinn Keilir mun útvega starfsmann sem starfar á Setbergsvelli ásamt því að sjá um alla þá sérfræðiþjónustu sem þörf er á, s.s. ráðgjöf, áburðargjöf, söndun, götun og sáningu. Það er markmið aðila samningsins að umhirða Setbergsvallar verði enn betri en hún hefur áður verið. Golfklúbburinn Keilir hefur yfir að ráða mikilli sérþekkingu og fjölbreyttum tækjakosti sem ætti að nýtast til þess að ná þessu markmiði. Það er mikil hagræðing fólgin í þessum samningi fyrir báða aðila og verður vonandi til þess að auka til muna það góða samstarf sem ávallt hefur verið á milli þessara tveggja hafnfirsku golfklúbba.
Lesa meira

Frestun á Hreinsunarmótinu

03.05.2016

Ný dagsetning sunnudagurinn 8. maí Kæru félagsmenn. Það getur verið erfitt að reka golfvöll á eyjunni góðu. Nú hefur veðrið ekki ve ...

Lesa meira

Hlutirnir að færast í sumarbúning

02.05.2016

Allt að gerast þessa dagana, Brynja búinn að opna Veitingasöluna og Hraunkot komið á sumaropnunartíma. Minnum á opnunartímann í Hraunko ...

Lesa meira

Gísli og félagar í 1.sæti

01.05.2016

Gísli Sveinbergsson og félagar hans í Kent State háskólaliðinu sigruðu á Mid American Conference meistaramótinu sem haldið var um helgi ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll