Fyrirtækjakeppni Keilis 2015

18.08.2015
Laugardaginn 29. ágúst n.k er Fyrirtækjakeppni Keilis. Þetta mót á sér langa sögu hjá golfklúbbnum Keili og er eitt aðal-fjáröflunarmót okkar hvert ár. Í ár er mótið sérstaklega veglegt, mótið er haldið til styrkar þeim miklu framkvæmdum sem Keilir stendur í þessa dagana. Enn verið er að stækka golfvöllinn og byggja þrjár nýjar holur. Framkvæmd sem hljóðar uppá 39 milljónir og því fjárþörf mikil þessa dagana. Í ár gefst einstakt tækifæri hjá keppendum að leika eina af nýju holunum, enn það er verðandi 15 holan, par 3 hola sem opnar 2017. Holan er ein sú glæsilegasta á landinu, þar sem slegið er yfir sjó til að ná inná flöt (sjá mynd í auglýsingunni) Erum við að leita eftir stuðningi ykkar og þátttöku í mótinu. Mótsgjaldið er 40,000 krónur, innifalið í mótsgjaldi er grillveisla og drykkur að móti loknu. Það eru tveir sem spila saman frá hverju fyrirtæki og ef vantar mannskap þá útvegum við hann.

Fyrirtækjakeppnin_2015

Lesa meira

Sveitakeppni Unglinga 2015

17.08.2015

Sveitakeppni unglinga lauk þessa helgina og var keppt víðsvegar um landið. Á Flúðum var keppt í 18 ára og yngri og einnig 15 ára og yng ...

Lesa meira

Keiliskonur sigurvegarar í Sveitakeppni eldri kylfinga 2015

16.08.2015

Í dag vann kvennasveitin okkar sigur í Sveitakeppni  eldri kylfinga sem var haldin að Hellishólum um helgina. Helgin gekk vel og endaði ...

Lesa meira

Úrslit Móa Media Open 2015

15.08.2015

Glæsilegt Texas Scramble mót var haldið í dag á Hvaleyrarvelli í samvinnu við Móa Media. Glæsileg verðlaun voru boði og fullt af aukave ...

Lesa meira

Mótaskrá

 • 28 ágúst

  Haukamótið 2015

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 29 ágúst

  Fyrirtækjamót Keilis

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 04 sept

  Íslandsbankamótaröðin (6)

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér
 • 05 sept

  Boðsmót Íslandsbanka ATH völlurinn opnar klukkan 14:30

  Hvaleyrarvöllur Skráning hér

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll