Golfvallarstjóri ársins 2014

26.02.2015
Samtök Íþrótta- og Golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) kunngerðu nýlega val á golfvallar- og knattspyrnuvallastjórum ársins, en þetta er í þriðja sinn sem valið fer fram. Þar velja landsdómarar, formenn golfklúbba innan GSÍ og afrekskylfingar þann golfvallarstjóra landsins sem þeim þótti standa uppúr á árinu. Í flokki knattspyrnuvallastjóra sjá dómarar í efstu tveim deildum landsins og þjálfarar karla og kvennaliða í sömu deildum. Í flokki golfvallarstjóra hlaut vallarstjóri okkar Keilismanna, Bjarni Þór Hannesson titilinn Vallarstjóri ársins. Kosningin að þessu sinni var nokkuð afgerandi og ljóst að kylfingum þótti ástand Hvaleyrarvallar með besta móti þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Þetta er í annað sinn sem Keilir hlýtur titilinn, en Daniel Harley varð þess heiðurs-aðnjótandi að krækja í bikarinn fyrsta árið sem valið fór fram. Á síðasta ári hlaut Ágúst Jensson nafnbótina fyrir Korpúlfsstaðarvöll, en landsmót fór þar fram um sumarið. Hvaleyrarvöllur varð þó í öðru sæti það árið, svo að árangurinn var ekki slæmur. Í flokki knattspyrnuvallastjóra hlaut Krisinn Jóhannsson titilinn fyrir frábært ástand Laugardalsvallar. Kristinn hefur þar með unnið titilinn þrjú ár í röð og er því eini aðilinn sem hlotið hefur þá nafnbót. Við óskum Bjarna og öllum starfsmönnum vallarins til hamingju með árangurinn. Svona titlar vinnast ekki út á einstaklingsframtakið. Það voru 19 starfsmenn sem komu nálægt viðhaldi Hvaleyrarvallar á síðasta ári. Það eiga því margir sinn hluti í nafnbótinni Vallarstjóri ársins 2014.
Lesa meira

Dómaranámskeið 2015

24.02.2015

Dómaranefnd GSÍ hefur ákveðið tímasetningar héraðsdómaranámskeiðs á þessu vori. Í ár er námskeiðið haldið nokkru fyrr en verið hefur un ...

Lesa meira

Liða-púttmótaröð Hraunkots

21.01.2015

Þá er komið að vinsælu Liða-púttmótaröð Hraunkots. Enn frestur til að skrá lið er til 5. febrúar. Þátttökugjald er 15,000 kr. fyrir hve ...

Lesa meira

Þorrablót Keilis 2015

15.01.2015

Haldið föstudaginn 23. janúar á Bóndadaginn. Húsið verður opnað kl. 19:30. Að venju verður boðið upp á hákarl og ískalt brennivín í sta ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 12:00 til 19:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll