Bráðum koma blessuð jólin.

16.12.2014
Eins og undanfarin ár mun Golfverslun Keilis vera með jólaverslun í Hraunkoti æfingasvæði Keilis. Félagar í Keili munu fá 10 % afslátt af Pargate fjarlægðarmælum og öllum BigMax kerrum og pokum. Einnig munum við panta fyrir þá sem vilja Ecco golfskó og er 15 % afsláttur veittur af þeim. Við bjóðum uppá flottan fatnað frá FootJoy, bæði merktan Keili og ómerktan. Erum með líka frábæra golfskó frá FJ sem heita DryJoys Casual á frábæru verði. Erum með lúffur, húfur, bolta og flott belti frá FJ sem mundu sóma sér vel í hvaða jólapakka sem er. Við getum að sjálfsögðu útvegað allt það sem kylfingurinn þarf á góðu verði. Ekki hika við að hafa samband við okkur og við gerum okkar besta. Jólamarkaður Núna í byrjun desember byrjuðum við með jólamarkað á 2. hæð Hraunkots og þar erum við að bjóða föt og skó á töluverðum afslætti. FJ street skór á aðeins 5.700 kr og FJ LoPro kvennaskó á aðeins 9.990 kr. Fullt af bolum og peysum á frábærum verðum. Það er hægt að gera kjarakaup á 2. hæðinni í Hraunkoti. Þeir sem ekki komast um jólin þurfa ekki að örvænta, því markaðurinn verðu hjá okkur út febrúar. JólagjöfHraunkot Svo að lokum bendum við á gjafabréfin vinsælu frá Hraunkoti sem slá alltaf í gegn. Hraunkot býður uppá fjögur mismunandi gjafabréf þar sem kylfingurinn fær bæði kennslu og æfingabolta allt eftir þörfum hvers og eins. Mjög hæfir og góðir golfkennarar sjá svo um kennsluna. Opnunartími Hraunkot er eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudags 12:00-22:00 Föstudaga 12:00-19:00 Laugardaga 10:00-19:00 Sunnudaga 10:00-20:00 Við óskum öllum gleðilegra jóla og vonumst til að sjá sem flesta.
Lesa meira

Skötuveisla Keilis á Þorláksmessu

15.12.2014

Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis 23.des 2014 til styrktar unglinga- og afreksstarfi. Boðið verður upp á hádegis ...

Lesa meira

Viðurkenningar á Aðalfundi Keilis 2014

12.12.2014

Það er hefð fyrir því að veita Háttvísibikar GSÍ, ásamt fleiri viðurkenningum á aðalfundi Keilis ár hvert. Þennan háttvísisbikarinn hlý ...

Lesa meira

Arnar endurkjörinn formaður Keilis

10.12.2014

60 félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldin var í gærkvöldi í golfskálanum. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum af röggsemi, helstu re ...

Lesa meira

Mótaskrá

Póstlisti Keilis

Hraunkot Golfaefingasvaedi

Opið í dag frá 09:00 til 22:00

Hvaleyrarvöllur

Hola:

Braut 1 - Alfaraleið

Brautin er hæðótt og býður upp á ýmsar niðurkomur og legur. Kletturinn sem skagar inn í brautina getur haft áhrif á teighöggið. Betra að halda boltanum vinstra megin. Flötin er frekar lítil og því mikilvægt að hitta hana í innáhöggi.

Lesa meira um Hvaleyrina

Sveinskotsvöllur

Hola:

Braut 1

Skemmtileg par 3 hola þar sem teigurinn liggur hærra en flötin. Slegið er yfir steingarða af teig sem reynir á einbeitingu kylfingsins. Flötin var enduruppbyggð sumarið 2011 en nýr teigur lítur dagsins ljós vorið 2012.

Lesa meira um Sveinskotsvöll